„Frakkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pymouss (spjall | framlög)
update
→‎Tónlist: þungarokk
Lína 160:
[[Mynd:DaftAlive.jpeg|thumb|[[Daft Punk]], frumkvöðlar franskrar [[hústónlist]]ar.]]
Frönsk tónlist var svo fyrir miklum áhrifum frá [[popptónlist]] og [[rokktónlist]] um miðja 20. öld. Enda þótt tónlist frá enskumælandi löndum yrði vinsæl í Frakklandi hefur [[frönsk popptónlist]], þekkt sem ''[[chanson française]]'', ætíð notið mikilla vinsælda. Meðal mikilvægustu tónlistarmanna Frakka á 20. öld má nefna [[Edith Piaf]], [[Georges Brassens]], [[Léo Ferré]], [[Charles Aznavour]] og [[Serge Gainsbourg]]. Þótt fáar rokkhljómsveitir séu í Frakklandi samanborið við enskumælandi lönd,<ref>[[Radio France Internationale|RFI Musique]], [http://www.rfimusique.com/siteen/biographie/biographie_6049.asp „Biography of Noir Désir“], mars 2009 : „Rokktónlist er Frökkum framandi. Þetta er rómanskt land með meiri áhuga á kveðskap og melódíu og hefur alið fáa hæfileikaríka rokktónlistarmenn. Rokktónlist hefur annað og engilsaxneskara innihald.“</ref> hafa hljómsveitir á borð við [[Noir Désir]], [[Mano Negra]], [[Niagara (hljómsveit)|Niagara]] og [[Rita Mitsouko]] og nýverið [[Superbus (hljómsveit)|Superbus]], [[Phoenix (hljómsveit)|Phoenix]] og [[Gojira]]<ref>France Diplomatie, [http://www.diplomatie.gouv.fr/en/france_159/culture-and-media_6819/culture_6874/music_5335/french-music-has-the-whole-planet-singing_13031.html „French music has the whole planet singing“], júní 2009.</ref> náð alþjóðlegum vinsældum. Meðal annarra franskra tónlistarmanna sem hafa notið vinsælda víða um heim má nefna söngkonurnar [[Mireille Mathieu]], [[Mylène Farmer]] og [[Nolwenn Leroy]], [[raftónlist]]armennina [[Jean-Michel Jarre]], [[Laurent Garnier]], [[Bob Sinclar]] og [[David Guetta]]. Á [[1991-2000|tíunda áratug]] síðustu aldar og [[2001-2010|fyrsta áratug]] þessarar aldar hafa raftónlistarhljómsveitirnar [[Daft Punk]], [[Justice (hljómsveit)|Justice]] og [[Air (hljómsveit)|Air]] einnig náð vinsældum víða um heim og átt sinn þátt í að auka vinsældir raftónlistar um heim allan.<ref>''The Telegraph'', [http://www.telegraph.co.uk/culture/music/3669339/Daft-Punk-Behind-the-robot-masks.html „Daft Punk: Behind the robot masks“], 17. nóvember 2007 : „Daft Punk var á margan hátt ábyrg fyrir því að kastljósið beindist að nýrri, svalri neðanjarðartónlist í Frakklandi seint á tíunda áratugnum, þar á meðal að hljómsveitum á borð við Air, og hafa haft ómæld áhrif á núverandi kynslóð plötusnúða um heim allan.“</ref><ref>[[BBC News]], [http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/1721450.stm „The return of French pop music“], 20. desember 2001.</ref>
 
Þungarokkssveitin [[Gojira]] hefur náð nokkrum vinsældum og farið meðal annars í tónleikaferðalag með [[Metallica]].
 
== Neðanmálsgreinar ==