„Bretland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Tungumál: Málfars viðgerðir
Lína 93:
[[Loftslag]] á Bretlandi er stillt og það er nægur regnskúr árlega. Hitastig er breytilegt en sjaldan fellur niður –10 [[Selsíus|°C]] eða næ yfir 35 °C. Aðalvindur er frá suðvestri og ber milt og vott veður. Svæði í austri eru vernduð af þessum vindi og þess vegna eru þurrustu. Straumar frá Atlantshafinu, sérstaklega [[Golfstraumurinn]], bera mild vetur sérstaklega í vestri hluta landsins þar sem vetur eru vot. Sumur eru heitast í suðausturhluta landsins, sem er næst við meginland Evrópu, og kaldast í norðri.
 
[[England]] nær yfir helming flatarmáls Bretlands og er 50.350 km<sup>2</sup> að stærð. Megnið af landinu er undirlendi. Fjöllótt landsvæði er í norðvesturhluta landsins að meðtöldum [[Lake District]], [[Pennínafjöll]]um og hæðum úr [[kalksteinn|kalksteini]] í [[Peak District]], auk þess [[Exmoor]] og [[Dartmoor]] í suðvestri. Aðalár eru [[Thames]], [[Severn]] og [[Humber]]. Stærsta fjallið á Englandi er [[Scafell Pike]] í [[Lake District]] sem er 978 metrar að hæð. Á Englandi eru margir stórir bæir og borgir með sex af 50 stærstum þéttbýlum í [[Evrópusambandið|ESB]].
 
[[Skotland]] nær yfir um það bil þriðjungi flátarmálsins Bretlands og er 78.772 km<sup>2</sup> að stærð með tæpum átta hundruðum [[Listi yfir eyjur á Skotlandi|eyjum]] aðallega vestur og norður af meginlandinu. Aðaleyjaklasar eru [[Suðureyjar]], [[Orkneyjar]] og [[Hjaltlandseyjar]]. Landslag Skotlands er óslétt og fjallhátt. Það er stórt [[misgengi]] sem nær frá [[Helensburgh]] til [[Stonehaven]]. Misgengið aðskilur tvö mjög ólík svæði: [[Skosku hálöndin|Hálöndin]] í norðri og vestri og [[Skoska undirlendið|Undirlendið]] í suðri og austri. [[Ben Nevis]] er hæsta fjallið á Skotlandi og hæsti punktur á Bretlandi, 1.343 km að hæð. Undirlendisvæði sérstaklega á milli [[Firth of Clyde]] og [[Firth of Forth]] eru flatari og þar sem flest fólk á Skotlandi býr. Þar eru stórar borgir eins og [[Glasgow]] og [[Edinborg]].