„Beyoncé“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
München (ekki Munich)
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
 
== Æska ==
Knowles fæddist í [[Houston]], [[Texas]] og er dóttir hjónanna Mathew Knowles, umboðsmanns og Tinu Knowles (áður Beyincé), hárgreiðslukonu. Faðir hennar er af [[Afríka|afrískum]] uppruna og er móðir hennar af kreólskum uppruna (blanda af afrískum-, indijána- og [[Frakkland|frönskum]] ættum). Beyoncé var skírð eftir fjölskyldunafni móður sinnar. Hún er eldriyngri systir [[Solange Knowles]] sem er einnig leik- og söngkona.
 
Knowles gekk í St. Mary's grunnskólann í Texas, þar sem hún skráði sig í danstíma, m.a. [[ballet]] og djass. Sönghæfileikar hennar uppgötvuðust þegar danskennarinn hennar byrjaði að raula lag og hún kláraði það og náði hæstu nótunum. Áhugi Knowles á tónlist og framkomu byrjaði eftir að hún tók þátt í hæfileikakeppni skólans. Hún söng lag [[John Lennon]]s, „Imagine“ og vann keppnina. Sjö ára byrjaði Knowles að fá athygli frá blaðamönnum, eftir að hafa verið tilnefnd til Sammy-verðlaunanna sem voru veitt listamanni á svæðinu. Haustið 1990 var Knowles skráð í Parker grunnskólann í Houston, en skólinn lagði mikið upp úr tónlist, þar sem hún átti eftir að syngja á sviði með skólakórnum. Hún gekk síðan í Framkomu- og listamenntaskóla í Houston og síðar í Alief Elsik menntaskólann, sem er staðsettur í úthverfi Houston, Alief. Knowles var einsöngvari í kirkjukórnum sínum, í St. John's United Methodist kirkjunni. Hún var aðeins í tvö ár í kórnum.