„Herlög“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Herlög''' eru [[réttarfar]] sem komið er á í neyðartilvikum, yfirleitt með því að hátt settur [[herforingi]] er skipaður [[þjóðhöfðingi]] eða [[landstjóri]] og allt [[dómsvald]], [[framkvæmdavald]] og [[löggjafarvald]] er fært til hans. Herlög taka gildi þegar þörf er á tímabundnum aðgerðum til að [[stjórn]] ríkis virki með eðlilegum hætti og hægt sé að tryggja [[öryggi]] borgaranna, til dæmis í [[stríð]]i eða við [[hernám]], eins og í [[Þýskaland]]i og [[Japan]] eftir ósigur þeirra í [[Síðari heimsstyrjöld]]. Herlög hafa líka tekið gildi þegar alvarlegar [[stjórnarkreppa|stjórnarkreppur]] eða óeirðir koma upp, til dæmis í kjölfar [[valdarán]]s, eins og í [[Taíland]]i 2006 og 2014, eða vegna pólitískra mótmæla, eins og í [[Pólland]]i 1981. Í einstaka tilvikum eru herlög sett í kjölfar [[náttúruhamfarir|náttúruhamfara]] þótt algengara sé að notast við [[neyðarlög]] í þeim tilvikum.
 
Herlög fela yfirleitt í sér afnám [[borgararéttindi|borgararéttinda]], bann við samkomum og [[útivistarbannútgöngubann]], og beitingu [[herréttur|herréttar]] gagnvart almennum borgurum.
 
{{stubbur}}