„Tálknafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Cactusboi (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Lína 18:
'''Tálknafjörður''' er [[fjörður]] á vestanverðum [[Vestfirðir|Vestfjörðum]] og einn af [[Suðurfirðir Vestfjarða|Suðurfjörðum Vestfjarða]]. Við fjörðinn stendur samnefnt [[þorp]] þar sem 306 manns bjuggu þann 1. janúar [[2011]]. Fjörðurinn er kenndur við Þorbjörn tálkna úr [[Suðureyjar|Suðureyjum]] við Skotland, sem fyrstur manna nam þar land.
 
Þorpið Tálknafjörður stendur í landi Tungu, það byggðist í kringum bryggju og hafnaraðstöðu sem byrjað var að reisa um 1945 og var viðurkennt sem kauptún árið 1967. Í Tálknafirði er sparisjóður þar sem einnig er póstafgreiðsla, matvöruverslun, tvö vélaverkstæði og bensínsala auk Veitingahússins Hópsins sem dregur nafn sitt af innri hluta fjarðarins.
 
Sundlaugin og íþróttahúsið standa í landi Eyrarhúsa á ofanverðum Sveinseyraroddanum ásamt skólahúsinu sem vígt var 1967 og stækkað fyrir nokkrum árum. Sundlaugin sem var upphaflega byggð upp úr 1930 og stækkuð 1987, er 25 m löng með tveimur heitum pottum og vel hirtu umhverfi.Við hana er mjög gott og vel búið tjaldstæði og í íþróttahúsinu er góð aðstaða fyrir hvers konar fundarhöld auk íþróttaaðstöðu.
Lína 28:
 
== Tálknafjör ==
Tálknafjör er bæjarhátíð Tálknfirðinga sem haldin er síðustu helgina í Júlí,júlí annað hvert ár (síðan 2016). Tálknafjör var haldið í fyrsta sinn árið 2006.
 
{{Stubbur|ísland|landafræði}}