„Lónsöræfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|Foss í Vesturdalsá. thumb|Egilssel er einn af skálum á svæðinu. Mynd:Tröllakrókar.jpg|thumb|Í Tröllakrókum eru mik...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
 
==Lýsing==
Svæðið er í umhverfi [[Jökulsá í Lóni|Jökulsár í Lóni]] og afmarkast gróflega af tindum í Vatnajökli í vestri, [[Skyndidalsá]] og flæðum Jökulsár í Lóni í suðri, Flugustaðatindum og [[Hofsjökull(eystri)|Hofsjökli]] í austri og [[Geldingafell]]i í norðri.
 
Jarðmyndanir eru 5-7 milljón ára en þær yngstu eru frá ísöld. Brött fjöll, gljúfur, gil og fossar eru víða. Nokkrar fornar megineldstöðvar voru á svæði Lónsöræfa og er talsvert af [[líparít]]i þar sem ber keim af því. Nokkuð er af stuðlabergi[[stuðlaberg]]i á svæðinu. Í Tröllakrókum eru hrikalegir og sorfnir drangar meðfram þverhníptum hömrum.
 
Víða eru tindar yfir 1000 metra. Þar má nefna Sauðhamarstind (1319 m.) and Jökulgilstinda (1313 m.), Hnappadalstind (1210 m) og svo rísa tindar í Vatnajökli eins og Grendill (1570 m). Af skriðjöklum eru m.a. [[Axarfellsjökull]] og [[Lambtungnajökull]]. Í norðurhluta Lónsöræfa sést til [[Snæfell]]s (1833 m.).
Lína 25:
 
==Söguágrip==
Svæðið hefur tilheyrt [[Stafafell í Lóni|Stafafelli í Lóni]] og hjáleigum þess. Þar hefur verið [[afréttur]] og er hann enn nýttur í dag. Rústir býlanna Eskifells og Grundar í Víðidal má finna innan Lónsöræfa.
 
Árið 1953 byggðu Lónmenn göngubrú á Jökulsá við gangnakofann í Nesi. Frá miðjum 7. áratugnum fór ferðafólk að leggja leið sína um vegslóða inn á Illakamb og tjaldaði undir kambinum.