„Atlantshaf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 13:
 
== Loftslag ==
===Norður-Atlantshaf===
[[Veðurfar]] í Norður-Atlanshafi ræðst helst af ríkjandi [[vindátt]]um og loftmössum frá Norður-Ameríku. Mikill hitastigsmunur er á milli heimskautaloftsins og hlýrra loftstrauma frá [[Kyrrahaf]]i, [[Mexíkóflói|Mexíkóflóa]] og Golfstraumnum. Á þessu svæði skapast sterkir hringvindar út frá kröftugum lægðum sem eru á leið sinni yfir [[Nýfundnaland]] og [[Ísland]]. Hringvindarnir eru sterkari á veturnar en sumrin en lægðirnar flytja hita, raka og hreyfiafl frá [[hitabelti|hitabeltinu]]. Lægðirnar viðhalda líka vestanvindum á miðlægum breiddargráðum. Á háþrýstisvæðum 15°N og 30°N gætir yfirleitt ekki ofsaveðra en þar mætast vestanvindar úr norðri og frá hitabeltinu í suðri, vindarnir sökkva um 900 fet á dag og þéttast sem veldur því að veðrið verður oft sólríkt og úrkomulaust. Stöðugir norðausturvindar blása hins vegar sunnan við þetta háþrýstibelti.<ref>http://www.nat.is/heimshofin/atlantshaf_I.htm</ref>
 
===Suður-Atlantshaf===
[[Vestanvindabeltið]] í Suður-Atlantshafi teygist alla leið til [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandsins]] frá 40°S og [[háþrýstibeltið]] er í kringum 30°S. Þessi hringferill gengur rangsælis og skapar staðvinda norðan beltisins en hringrásin er öfug miðað við norðurhvelið vegna [[Coriolis-kraftur|Coriolis-krafta]]. [[Kyrrabeltið]] er á þessu svæði en það verður til þar sem staðvindarnir frá suðaustri mæta staðvindum frá norðaustri. Í kringum miðbaug á þessu svæði er einnig mikil úrkoma sem orsakast af stígandi heitu og röku lofti. Veðurlag í háþrýstibeltinu er nokkuð stöðugt og sólríkt en frekar óstöðugt og vindasamt á hærri breiddargráðum. Mikill hitamunur skapast af þessum óstöðugleika á köldu suðurskautslandinu og hafinu umhverfis það.<ref>http://www.nat.is/heimshofin/atlantshaf_I.htm</ref>