„Fyrri heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 178.19.59.130 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Lína 22:
Spennan jókst í vopnakapphlaupi breska og þýska flotans árið [[1906]] þegar [[HMS Dreadnought (1906)|HMS ''Dreadnought'']] var hleypt af stokkunum. Dreadnought var byltingarkennt orrustuskip sem gerði eldri orrustuskip úrelt. (Breski flotinn hélt alltaf forystu sinni gagnvart þeim þýska.) Sagnfræðingurinn [[Paul Kennedy]] hefur bent á að báðar þjóðirnar hafi trúað á kenningu [[Alfreds Thayers Mahan|Alfred Thayer Mahan]] um að yfirráð á hafi væru sérhverju stórveldi ómissandi.
 
Sagnfræðingurinn [[David Stevenson]] lýsti vopnakapphlaupinu sem „vítahring síaukinnar stríðsgetu“. Andri Blær er Sveg
 
{| class="wikitable"
Lína 72:
 
=== Áætlanir, vantraust og herkvaðning ===
Margir stjórnmálafræðingar og sagnfræðingar telja að hernaðaráætlanir Þýskalands, Frakklands og Rússlands hafi magnað upp átökin. [[Fritz Fischer]] hefur auk annarra lagt áherslu á [[Schlieffen-áætlunin]], sem var megináætlun Þýskalands ef Þýskaland stæði frammi fyrir stríði gegn Frakklandi og Rússlandi samtímis, hafi í eðli sínu verið mjög ögrandi. Stríð á tveimur vígstöðvum þýddi að Þýskaland yrði að sigra annan andstæðinginn fljótt áður en ráðist yrði gegn hinum og að tíminn væri naumur til þess. Hún fól í sér öfluga sókn á hægri vængnum til þess að hertaka [[Belgía|Belgíu]] og lama franska erinnherinn með því að koma honum í opna skjöldu.
 
Að svo búnu myndi þýski herinn hraða sér til austurs með járnbrautarlestum og mala þar svifaseinni her Rússa.