„Sálgreining“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sálgreining''' ([[þýska]]: ''psychoanalyse'') er [[sálfræðistefna]] sem byggist meðal annars á verkum [[Sigmund Freud]] frá um [[1900]], en megininntak stefnunnar er að [[atferli]] manna stjórnist m.a.meðal annars af öflum sem eru þeim lítt meðvituð og nefndi Freud þau [[dulvitund]] og [[hvatir]]. Stefnan hefur haft mikil áhrif innan [[sálfræði]], geðlæknisfræði, heimspeki, bókmenntafræði, félags- og hugvísinda.
 
== Upphaf ==
Lína 10:
 
== Sálgreining Freuds ==
Sálgreining Freuds er í senn heiti á persónuleikakenningu Freud og meðferðarforminu sem hann beitti. Í seinni útgáfum af líkani Freuds um hugann voru m.a.meðal annars hugtökin '''þaðið''', '''sjálfið''' og '''yfirsjálfið''' grundvallandi.
 
Samkvæmt kenningu Freud er '''þaðið''' aðsetur grunnhvata, sérstaklega [[kynhvöt|kynhvatarinnar]], og stjórnast af svokölluðu [[vellíðunarlögmál]]i. Vellíðunarlögmálinu er framfylgt þegar hvötunum er sinnt. '''Yfirsjálfið''' er "siðgæðisvörður" persónuleikans. Milli þaðsins og yfirsjálfsins er eilíf togstreyta. Sem dæmi má nefna það að hvötin til að stunda [[kynlíf]] er alltaf í ([[dulvitund|dulvituðum]]) huga manna en það gengur gegn siðferðislegum [[gildi|gildum]] [[samfélag]]sins að fólk fái útrás [[kynhvöt|kynhvatar]] sinnar hvar og hvenær sem er. '''Sjálfið''' er síðan nokkurs konar miðstöð [[persónuleiki|persónuleikans]], eða [[meðvitund]], og stjórnast af [[raunveruleikalögmál]]inu, sem í munni Freuds er nokkurn veginn jafngildi rökrænnar hugsunar. Sjálfið reynir að fá útrás hvata þaðsins en á þann hátt sem þóknast yfirsjálfinu.
Lína 17:
Þetta þýðir að margt í mannlegri breytni eigi rót í ómeðvituðum sálrænum ferlum eða sálrænni ætlan en get m.a. birst mismælum okkur, gleymsku, einhverju sem við „fáum á heilann“, vanrækslu, o.s.frv. Dulvitund er, eins og orðið gefur til kynna, eitthvað sem við erum okkur ekki meðvituð um og getum þvi átt erfitt með að henda reiður á.
 
Samkvæmt kenningunni, stjórna hvatir dulvitundinni, en í upphafi nefndi Freud þessar hvatir libido (sem er latina og merkir: „ég þrái“) og sem taugasérfræðingur taldi hann þær tengjast og mótast af tilfinningu okkar fyrir líkamanum oog þá einkum þeim hlutum hans sem eru næmastir fyrir örvun. Hann taldi þránna eða lífshvötina því hafa eitthvað með kynhvötina að gera. Hvatakenningin breyttist síðan þannig að Freud gerði ráð fyrir tveimur andstæðum öflum: Dauðahvöt og lífshvöt. Lífhvötin birtist helst í þránni til að bindast öðrum, m.a.meðal annars í gegnum kynhvötina, en dauðahvötin í árásarhvöt sem m.a. raungerðist í stríði og og ófriði milli manna. Freud var þróunarsinni og kenningar hans mótast m.a. af kenningum [[Charles Darwin|Darwin]] [[vellíðunarlögmál]]. Freud taldi því að hvatirnar bæru m.a. vitni um dýrslegar leifar uppruna okkar ([[Darwinismi]]) og mótuðust af vellíðunarmarkmiðum vellíðunarlögmálsins.
 
Hvatir mannsins fylgja honum allt frá fæðingu, og meira að segja á bernskuskeiði telur Freud að [[kynhvöt]] sé vöknuð. Þá skiptir hann kynhvöt barna í mismunandi stig s.s. munn og kynfærastig, en útfrá þessari hugmynd um kynhvöt barna kemur [[Ödipusarduldin]] til sögunnar, en hún segir að á ákveðnum aldri laðist drengir kynferðislega að mæðrum sínum. Drengir þróa þá með sér óttablandna virðingu fyrir feðrum sínum, vegna hræðslu við afbrýðissemi föðursins. Þetta kallast vönunarótti, því drengir hræðast að verða geldir af föður sínum skyldi hann komast að hrifningu sonar síns á konu sinni. Þetta gæti einnig verið dulin ástæða þess að drengir líta oft upp til feðra sinna og reyna að líkjast þeim á ákveðnum skeiðum. Álíka duld er hjá stelpum, nema með öfugum formerkjum. Nefnist það [[Elektruduld]].
Lína 33:
 
Dr. [[J. Von. Schneidt]] setti fram með þá hugmynd að kenningar Freuds væru runnar undan rifjum [[kókaín]]neyslu hans. En kókaín var nýjung á þessum tíma og á tilteknu skeiði reyndi Freud að nota kókaín til að takast á við krefjandi störf og til að auka afköst sín. Jafnvel þó að kókaínneysla geti aukið kynferðislegan áhuga og þráhyggjuhugsun þá er það mjög takmarkandi að telja að stórbrotið kenningarframlag eins byltingarkenndasta hugsuðar vestrænnar hugmyndasögu, manns sem voru veitt hin virtu Goethe verðlaun fyrir stílsnilli, hafi einvörðungu mótast af kókaínneyslu hans á mjög takmörkuðu tímabili ævi hans. Freud lagði kókaínið til hliðar þegar hann fór að gera sér grein fyrir þeim miklu sálrænu áhrifum neyslunnar á mannshugann.
 
== Nútíma sálgreining ==
=== Gagnrýni ===
 
== Heimildir ==