„Belti (fatnaður)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+commons og wikiorðabókin
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Belt-clothing.jpg|thumb|250px|Dæmigert leðurbelti]]
 
'''Belti''' er band sem sett er um [[mitti]]ð, oftast úr [[leður|leðri]] eða öðru þykku efni, fest saman með [[Beltissylgja|beltissylgju]], til að halda [[buxur|buxum]], [[pils]]um eða öðrum flíkum uppi, en geta líka verið notað til skreytingar.
 
== Saga ==
Belti eru þekkt frá [[bronsöld]]inni sem karlkynsfatnaður. Bæði kyn hafa notað belti mismikið í gegnum söguna samkvæmt tískunni. Í vesturlöndum voru belti algengari hjá karlmönnum, nema í byrjun [[miðaldir|miðaldanna]], undir lok [[17. öld|17. aldar]] og frá 1900 til 1910. [[Beltissylgja|Beltissylgjur]] í [[art nouveau|art nouveau-stíl]] eru í dag safngripir. Á miðöldunum voru engir [[vasi|vasar]] á fatnaði heldur voru litlar töskur festar við beltið notaðar í staðinn til að geyma persónulega munimun, eða voru þeir hengdir beint á beltið.
 
Frá lokum [[19. öld|19. aldar]] þangað til [[fyrri heimsstyrjöld|fyrri heimsstyrjaldar]] var beltið notað bæði sem skreyting og sem þarfaþing í búningi [[herforingi|herforingja]]. Í heröflum í [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og öðrum austurevrópskum löndum var algengt að herforingja settu á mjög þröng og breidd belti um mittið, á ytri hluta búningsins, bæði til að bera [[bjúgsverð]] og af fegrunarástæðum. Þessi þröngu belti dugðu til að draga mittið inn til að gefa beranum granna líkamsbyggingu, beina athygli að breiðum öxlum og áberandi bringu. Oft dugði beltið aðeins til að beina athygli að mittinu sem var minnkað með [[lífstykki]] sem haft var undir búningnum. Þessi venja var mjög algeng á tíma [[Krímstríðið|Krímstríðsins]] og var oft viðurkennd af hermönnum á vesturvíglínunni.