„Linux“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
==Saga==
===Fyrirrennarar===
[[Mynd:Ken_Thompson_(sitting)_and_Dennis_Ritchie_at_PDP-11_(2876612463).jpg|thumb|right|Ken Thompson og Dennis Ritchie vinna við PDP-11-tölvu hjá Bell Labs.]]
Stýrikerfið [[Unix]] var búið til árið [[1969]] í rannsóknarstofnun bandaríska símafyrirtækisins [[AT&T]], [[Bell Labs]], af [[Ken Thompson]], [[Dennis Ritchie]], [[Douglas McIlroy]] og [[Joe Ossanna]]. Fyrsta útgáfa þess var forrituð frá grunni í [[smalamál]]i og var gefin út árið [[1971]]. Síðar var stýrikerfið endurskrifað frá grunni í forritunarmálinu [[C (forritunarmál)|C]] af Dennis Ritchie fyrir utan kjarnann og nokkra viðmótshluta. Með því að skrifa frumkóðann í [[æðra forritunarmál]]i var auðveldara að aðlaga kerfið að ólíkum vélbúnaði.