„Heiðmörk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
:'''''„Heiðmörk“''' getur einnig átt við [[Heiðmörk (fylki í Noregi)|Heiðmörk, fylki í Noregi]].''
[[Mynd:Heidmork (44).JPG|thumb|Heiðmörk er vinsæll staður til mannfagnaða en þar eru níu áningastaðir.]]
'''Heiðmörk''' er skógræktar- og friðland við [[Elliðavatn]] austan [[Reykjavík]]ur. Svæðið er stærsta útivistarsvæði í nágrenni borgarinnar, um það bil 32 ferkílómetrar. Tæplega 90% svæðisins er gróið land og þar af um 20% ræktað skóglendi( m.a. [[sitkagreni]], [[stafafura]] og [[fjallafura|bergfura]]) og 20% villtur birkiskógur og kjarr.<ref>{{vefheimild |url=http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/frettir/HeidmorkGrodur.pdf |titill=Gróður í Heiðmörk |höfundur=Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson |útgefandi=Náttúrufræðistofnun Íslands |mánuðurskoðað=8. maí |árskoðað=2010}}</ref> Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með svæðinu og hefur sinnt uppgræðslu þar allt frá stofnun félagsins árið 1946 auk lagningu göngustíga og annarra verka. Göngustígar í Heiðmörk eru nú samtals um 40 kílómetrar að lengd.<ref>{{vefheimild |url=http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=20&Itemid=23 |titill=Heiðmörk |höfundur=Skógræktarfélag Reykjavíkur |mánuðurskoðað=8. maí |árskoðað=2010}}</ref> Heiðmörk var gerð að friðlandi 25. júní 1950 og gaf [[Sigurður Nordal]] því núverandi nafn eftir [[Heiðmörk (fylki í Noregi)|samnefndu fylki í Noregi]].<ref>{{vefheimild |url=http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_heidmork.htm |höfundur=Norðurferðir |titill=Heiðmörk |mánuðurskoðað=8. maí |árskoðað=2010}}</ref>
 
Í Heiðmörk eru níu reitir ætlaðir sem áningastaðir og er þar hægt að spila boltaleiki, tjalda og grilla.<ref>{{vefheimild |url=http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=23&Itemid=25 |höfundur=Skógræktarfélag Reykjavíkur |titill=Áningastaðir og aðstaða |mánuðurskoðað=8. maí |árskoðað=2010}}</ref>