„Hugræn atferlismeðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hugræn atferlimeðferð''', (skammstafað HAM) er meðferðarúrræði sem reynst hefur gagnlegt við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og [...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hugræn atferlimeðferð''', (skammstafað HAM) er meðferðarúrræði sem reynst hefur gagnlegt við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum [[kvíði|kvíða]], [[þunglyndi]] og [[fælni]]. Árangur af HAM við meðferð þessara raskana er í flestum tilfellum sambærilegur eða betri en árangur lyfjameðferðar en aðgengi er lakara. <ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367</ref>
 
Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim. Venjulega ver einstaklingurinn 1-3 klukkustundum á viku með meðferðaraðilanum, en auk þess eru honum settar fyrir ýmsar æfingar til að gera á milli tíma. <ref>http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25683</ref> Flestir meðferðarvísar við algengum geðröskunum, eins og þunglyndi og kvíða, gera ráð fyrir 10-20 viðtölum. Meðferðinni er nú mest beitt af sálfræðingum þótt geðlæknar, heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir hafi sótt sér þjálfun í HAM í vaxandi mæli á síðustu misserum.
<ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367</ref>
 
=Saga=
Lína 11 ⟶ 10:
=Meðferð=
Í hugrænni atferlismeðferð er áherslan á samspilið sem hlýtur að vera til staðar milli hugsana, líðunar, líkamlegs ástands og hegðunar. Þar er sérstaklega athugað hvernig hegðun okkar og hugsanir hafa áhrif á líðan og líkamlegt ástand. Þegar það hefur verið kortlagt eru hugsanaskekkjur endurmetnar og hegðuninni hnikað til betri vegar. Rannsóknir sýna að meirihluti þeirra sem sækja sér slíka sálfræðimeðferð fá nokkurn eða talsverðan bata <ref>http://www.greiningogmedferd.net/medferd/ham-hugraen-atferlismedferd/</ref>
 
 
HAM byggir á rökhyggju og skipulagi og er afmörkuð í tíma. Í HAM er skjólstæðingi kennt að bera kennsl á ósjálfráðar óhjálplegar hugsanir og meta hvaða áhrif atferli hefur á líðan. Skjólstæðingi er kennt að líta á hugsanir sínar sem tilgátu (eina af mörgum), en ekki endilega þá einu réttu. Þegar ósjálfráðar hugsanir tengdar vandanum og vanlíðan hafa verið kortlagðar er skjólstæðingi kennt að endurmeta hugsanir sínar með skipulögðum hætti og breyta hegðun með það að markmiði að bæta líðan sína.
 
Venjulega ver einstaklingurinn 1-3 klukkustundum á viku með meðferðaraðilanum, en auk þess eru honum settar fyrir ýmsar æfingar til að gera á milli tíma. <ref>http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25683</ref> Flestir meðferðarvísar við algengum geðröskunum, eins og þunglyndi og kvíða, gera ráð fyrir 10-20 viðtölum. Meðferðinni er nú mest beitt af sálfræðingum þótt geðlæknar, heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir hafi sótt sér þjálfun í HAM í vaxandi mæli á síðustu misserum.
<ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367</ref>
 
Í hugrænum hluta meðferðarinnar leitast meðferðaraðili og sjúklingur við að greina hvaða hugsanir og tilfinningar fylgja t.d. kvíðaköstum. Þessar hugsanir og tilfinningar eru síðan ræddar í samhengi "hugræns líkans" af ofsakvíða. Hugrænt líkan af ofsakvíða gerir ráð fyrir því að óæskileg hugarferli, sem kunna að vera ómeðvituð, hrindi af stað vítahring af óttaviðbrögðum.