„Þórður kakali Sighvatsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 4 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q761581
tengill í Halldóru Tumadóttur
 
Lína 1:
'''Þórður Sighvatsson kakali''' ([[1210]] – [[1256]]) var íslenskur höfðingi á 13. öld, af ætt [[Sturlungar|Sturlunga]]. Hann var einn sjö sona [[Sighvatur Sturluson|Sighvatar Sturlusonar]] og [[Halldóra Tumadóttir|Halldóru Tumadóttur]], konu hans. Þegar faðir hans og bræður voru felldir á [[Örlygsstaðabardagi|Örlygsstöðum]] 1238 var hann í Noregi og hafði dvalist þar við hirð konungs.
 
Árið 1242 sneri hann heim og þótt [[Kolbeinn ungi Arnórsson|Kolbeinn ungi]] hefði þá lagt ríki Sturlunga undir sig og réði öllu á [[Norðurland]]i, fór Þórður þegar að safna liði gegn honum. Það gekk hægt í fyrstu en þó fékk hann smátt og smátt menn til fylgis við sig, einkum úr [[Dalasýsla| Dölunum]] og af [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]. Í júní 1244 hélt hann með skipaflota frá [[Strandir|Ströndum]] áleiðis til [[Eyjafjörður|Eyjafjarðar]] til að reyna að ná föðurleifð sinni, en á sama tíma kom Kolbeinn ungi siglandi úr [[Skagafjörður|Skagafirði]] með mikið lið og mættust flotarnir á [[Húnaflói|Húnaflóa]]. Upphófst þá [[Flóabardagi]]. Honum lauk með því að Þórður hörfaði undan en áður hafði Kolbeinn beðið afhroð.