„Gjóskulagafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Mynd
Lína 1:
[[image:Icelandic tephra.JPG|400px|thumb|right|Gjóskulagasnið á Suðurlandi. Þykka ljósa gjóskulagið er úr [[Hekla|Heklu]].]]
'''Gjóskulagafræði''', eða '''gjóskutímatal''', er aðferð sem notar [[gjóska|gjóskulag]] úr ákveðnu eldgosi, sem tímaviðmiðun í [[jarðfræði]], [[fornleifafræði]] eða [[loftslagsfræði]]. Sérhvert [[eldgos]] hefur ákveðin [[efnafræði]]leg séreinkenni, sem greina má í gjóskunni, og er því með efnagreiningu hægt að sjá úr hvaða eldstöð og jafnvel úr hvaða eldgosi gjóskan er komin. Hins vegar verður að tímasetja gjóskulögin með öðrum aðferðum.
 
Lína 11 ⟶ 12:
Í seinni tíð hefur [[Guðrún Larsen]], jarðfræðingur við jarðvísindastofnun [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], fengist mikið við gjóskulagarannsóknir, sem hafa m.a. varpað ljósi á gossögu [[Veiðivötn|Veiðivatna]] og [[Katla|Kötlu]]. Ný tækni við efnagreiningu örsmárra öskusýna hefur á síðari árum opnað nýjar víddir í þessum rannsóknum. Einnig hafa kjarnaboranir í gegnum [[Grænland]]sjökul gert mönnum kleift að tímasetja af nokkurri nákvæmni [[Sögulegur tími|söguleg]] og [[forsögulegur|forsöguleg]] stórgos á Íslandi.
 
Eftir 1995, þróaði [[C. S. M. Turney]] og aðrir tækni til að greina gjóskulög sem eru ekki sýnileg berum augum, og hefur hún aukið mjög notagildi gjóskulagarannsókna. Þessi tækni byggist á mismunandi eðlismassa smásærra gjóskukorna og setsins sem þau leynast í. Þannig hefur t.d. tekist að rekja öskulag (Vedde-öskulagið), sem fundist hefur á [[Bretland]]i, í [[Svíþjóð]], [[Holland]]i, [[Soppensee]] í [[Sviss]] og á tveimur stöðum við [[Kirjálaeiði]] hjá [[Sankti Pétursborg]], það er úr [[Katla|Kötlu]] og er um 12.100 ára gamalt.
== Heimildir ==