„Samuel de Champlain“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Champlain í orrustu við írókesa við [[Champlain-vatn, úr bók hans ''Voyages'' frá 1613]] '''Samuel de Champlain''' (fæddur '''Samuel Ch...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Samuel de Champlain''' (fæddur '''Samuel Champlain'''; skírður 13. ágúst, [[1574]] – [[25. desember]], [[1635]]) var [[Frakkland|franskur]] landkönnuður sem stofnaði [[Nýja Frakkland]] og borgina [[Québec]] í [[Nýi heimurinn|Nýja heiminum]] [[3. júlí]] [[1608]]. Hann var sá fyrsti sem gerði nákvæmt kort af austurströnd [[Kanada]] og átti þátt í stofnun fyrstu nýlendnanna þar.
 
Hann hóf könnun [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] með frænda sínum, [[François Gravé Du Pont]], árið 1603. Á milli 1604 og 1607 átti hann þátt í stofnun fyrstu evrópsku nýlendunnar norðan við [[Flórída]], Port Royal í [[Akadía|Akadíu]]. Árið 1608 stofnaði hann svo frönsku byggðina sem síðar varð [[Québec-borg]]. Hann kannaði [[StóruVötnin vötninmiklu]], fyrstur Evrópumanna, og gaf út landakort og ferðabækur með upplýsingum sem hann fékk frá frumbyggjum og Frökkum sem bjuggu meðal þeirra. Hann stofnaði til tengsla við [[innúar|innúa]], [[alkonkvínar|alkonkvína]] og [[húronar|húrona]] sem hann aðstoðaði í stríði þeirra við [[írókesar|írókesa]].
 
Árið 1620 skipaði [[Loðvík 13.]] Champlain að hætta landkönnun og helga sig stjórnsýslu nýlendunnar. Hann var því í reynd landstjóri Nýja Frakklands. Hann stofnaði skinnaverslunarfélög og hafði umsjón með þróun nýlendunnar í árdal [[Lawrence-fljót]]s þar til hann lést árið 1635.