„Jón Sigurðsson (í bankanum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Ferill ==
Um fermingu var hann farinn að semja lög sem hann síðan festi sér í minni með því að spila þau á orgelið í Ásólfsskálakirkju. Þar hófst hans langi og merki tónlistarferill sem gert hefur hann þjóðkunnan. Jón var frekar dulur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg en kunni þó vel við sig í margmenni og naut þess að spila á harmoníku, bæði í hljómsveit og einn síns liðs. Þeir eru ófáir íslendingarnir sem hann hefur skemmt um dagana með leik sínum. Þá var hann ótrúlega afkastamikill í gerð dægurlagatexta og liggja eftir hann margir góðir textar og ljóð. Oft er vorið og ástin uppistaðan í ljóðunum og lýsir hann þar með miklum næmleika blæbrigðum tilverunnar. T.d Ljóðið kvöldsigling sem byrjar svona: <blockquote>Bátur líður út um Eyjasund, </blockquote><blockquote>enn er vor um haf og land. </blockquote><blockquote>Syngur blærinn einn um aftanstund, </blockquote><blockquote>aldan niðar blítt við sand. </blockquote><blockquote>Ævintýrin eigum ég og þú, </blockquote><blockquote>ólgar blóð og vaknar þrá. </blockquote><blockquote>Fuglar hátt á syllum byggja bú, </blockquote><blockquote>bjartar nætur vaka allir þá.</blockquote>Hann fék viðurnefnið „bankamaður" vegna spilamennskunnar því þeir voru svo margir alnafnarir sem voru í tónlistinni. Það voru Jón bassi, Jón trompett og einn spilaði á valdhorn í sinfóníuhljómsveitinni. Þetta gat valdið ruglingi og var hann því kenndur við bankann til aðgreiningar frá hinum og þannig festist þetta nafn við hann.
 
Bátur líður út um Eyjasund,
enn er vor um haf og land.
Syngur blærinn einn um aftanstund,
aldan niðar blítt við sand.
Ævintýrin eigum ég og þú,
ólgar blóð og vaknar þrá.
Fuglar hátt á syllum byggja bú,
bjartar nætur vaka allir þá.
 
Hann fék viðurnefnið „bankamaður" vegna spilamennskunnar því þeir voru svo margir alnafnarir sem voru í tónlistinni. Það voru Jón bassi, Jón trompett og einn spilaði á valdhorn í sinfóníuhljómsveitinni. Þetta gat valdið ruglingi og var hann því kenndur við bankann til aðgreiningar frá hinum og þannig festist þetta nafn við hann.
 
Hann hafði alltaf haft áhuga á tónlistinni og var mikill tónlistaráhugi í báðum ættum. hans spilaði á kirkjuorgel og eins bróðir hans sem auk þess stjórnaði karlakórnum Bjarma á Seyðisfirði. Einnig spilaði móðurbróðir hans á orgel. Hann var farinn að stelast í orgelið heima 10 ára gamall. Harmonikkan var samt alltaf verið hans aðal hljóðfæri, en í hljómsveitum hefur hann einnig spilað á hljómborð, píanó, trommur og gítar. Hann var sjálfmenntaður tónlistarmaður og það eina sem hann lærði var hjá bónda á næsta bæ sem kenndi honum að þekkja nótur á orgel.