„Sorpbrennsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Smá leiðrétting
Lína 3:
'''Sorpbrennsla''' er aðferð sem gripið er til í [[sorpstjórnun]]. Í upphafi var sorp [[brennsla|brennt]] aðeins til að eyða því og minnka magn sorps sem fór í [[landfylling]]u, en í dag er það einnig brennt til að framleiða orku sem er þá breytt í [[rafmagn]] og [[hiti|hita]].
 
Brennsla er talin betri leið til að meðhöndla sorp en að setja það í landfyllingu, en ekki eins æskileg og [[endurvinnsla]]. Brennsla á [[heimilissorp]]i skilur eftir sér leifar í formi [[sindur]]s og [[aska|ösku]], sem svara til 15–20% heildarmassa sorpsins. Oft fara þessar aukaafurðir í landfyllingu en þær geta nýst sem fylliefni í vegagerð, en slíkt afnot er umdeilt vegna hættuáhættu á skaðleg efni berist í jarðveginn. Þar að auki leiðir sorpbrennsla til þess að [[þungmálmur|þungmálmar]] eins og [[blý]] og [[kvikasilfur]], mengunarefni eins og [[fjölklórað díbensódíoxín|díoxín]] og sýruefni svo sem [[brennisteinsoxíð]] verði losnuð í nærumhverfið. Með [[reykgashreinsun]] og bættum brennsluaðferðum er þó hægt að lágmarka losun slíkra efna. Það má líta á heimilissorp sem [[jarðefnaeldsneyti]] vegna tilveru [[plastefni|plastefna]] í sorpinuþví, þó að það standi að mestu leyti saman af lifrænulífrænu efni.
 
Sorpbrennsla á sér stað í stóru [[brennsluhol]]i. Áður en sorpið fer inn í holið er það flokkað og aðeins brennanlegt efni skilað eftir. Ákveðin efni henta ekki brennslu en þau ereru fjarlægtfjarlægð. Önnur efni gætu haft áhrif á brennsluna með því þau geta takmarkatakmarkað eða aukaaukið loftmagnið í holinu. Í besta tilfelli er sorpið flokkað áður en því er skilið til brennslustöðvarinnar og það sem hægt er að endurvinna meðhöndlað á viðeigandi hátt. Það er stöðugt fylgst með brennslustöðvum, bæði brennslunni sjálfri og reykgösunum sem eru losnuð við brennsluna, til að minnka semeins mestog mögulegt er áhrif á umhverfið.
 
Tilraunir á sorpbrennslu voru fyrst gerðar í [[Þýskaland]]i á seinni hluta 19. aldar. Hún var tekin upp í miklum mæli í [[Svíþjóð]] á sjöunda áratugnum. Vinsældir hennar þar drógust saman eftir umræðuáhyggjur um losunafleiðingar losunar díoxíns en sorpbrennslan er aftur á uppleið í Svíþjóð, sem hefur nú byggt yfir 30 sorpbrennslustöðvar. Auk þess að brenna sitt eigið heimilissorp flytja Svíar það inn frá öðrum evrópskum löndum.
 
== Heimild ==