„Konungsríkið Kongó“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Kongó á korti eftir [[Gerhard Mercator]] '''Konungsríkið Kongó''' (kikongo: ''Kongo dya Ntotila'' eða ''Wene wa Kongo'', portú...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
[[Mynd:Mercator_Congo_map.jpg|thumb|right|Kongó á korti eftir [[Gerhard Mercator]]]]
 
'''Konungsríkið Kongó''' ([[kikongo]]: ''Kongo dya Ntotila'' eða ''Wene wa Kongo'', [[portúgalska]]: ''Reino do Congo'') var ríki í [[Vestur-Afríka|Vestur-Afríku]] þar sem nú eru [[Angóla]], [[Kabinda]], [[Vestur-Kongó]] og vesturhluti [[Austur-Kongó]]. Á hátindi sínum náði það frá [[Atlantshaf]]i í vestri að [[Kvangófljót]]i í austri og frá [[Kongófljót]]i í norðri að [[Kvansafljót]]i í suðri. Konungar báru titilinn [[manikongo]]. Samkvæmt arfsögnum var ríkið stofnað af [[Lukeni lua Nimi]] sem gerði [[M'banza-Kongo]] að höfuðborg sinni um 1380. [[Portúgal]]ir komust í kynni við Kongó árið [[1483]]. Eftir það fóru kongóskir aðalsmenn til Portúgals til að mennta sig og tóku upp [[rómversk-kaþólsk trú|kaþólska trú]]. Kongó hagnaðist á [[þrælahald|þrælaverslun]] við Evrópumenn en þrælamarkaðir höfðu þá lengi verið til í ríkinu. Í byrjun [[17. öldin|17. aldar]] kom til átaka við Portúgali og afríska bandamenn þeirra sem leiddi til stríðs sem Kongómenn unnu árið [[1622]]. Eftir röð átaka tókst Portúgölum loks að sigra Kongó árið [[1665]] í [[Orrustan við Mbwila|orrustunni við Mbwila]]. Konungurinn, [[Anton 1. af Kongó]], var hálshöggvinn. Í kjölfarið hófst [[borgarastyrjöldin í Kongó|borgarastyrjöld]] þar sem óvíst var hverjum bæri að taka við völdum. Borgarastyrjöldin stóð í 40 ár. [[Pétur 4. af Kongó]] sameinaði loks ríkið undir sinni stjórn árið [[1709]]. Þegar Portúgalir bönnuðu þrælaverslun vegna þrýstings frá [[Bretland|Bretum]] árið [[1839]] hófst mikið umrót í Kongó. Eftir nokkur átök sór [[Pétur 5. af Kongó]] Portúgal hollustueið árið [[1857]]. Portúgalir reistu virki í M'banza-Kongo og komu þar fyrir setuliði. Þeir höfðu þó ekki bolmagn til að stjórna landinu. Á [[Berlínarráðstefnan|Berlínarráðstefnunni]] [[1884]]-[[1885]] kom Kongó í hlut Portúgala. Konungur Kongó ríkti þó enn sem lénsmaður Portúgalskonungs þar til uppreisn gegn nýlenduherrunum hófst og var barin niður árið [[1914]]. Eftir það var konungstitillinn í Kongó lagður niður.
 
[[Flokkur:Fyrrum Afríkuríki]]
8.389

breytingar