„Menntaskólinn í Kópavogi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 21:
Framkvæmdaráðið eða stjórn NMK sér um að félagslífið í MK sé sem best. Framkvæmdaráðið er skipað formanni nemendaráðs, varaformanni eða ritara, gjaldkera og margmiðlunarstjóra. Framkvæmdaráðið sér til þess að nefndirnar innan nemendafélagsins standi undir sínu og að það sé alltaf eitthvað um að vera í félagslífi skólans.
=== Sauðkindin ===
Leikfélag NMK ber heitið Sauðkindin og sér um að setja upp leikrit ár hvert. Sauðkindin sér einnig um að halda spunanámskeið sem er upphitun fyrir Leiktu Betur, leikhússportkeppni framhaldsskólanna. Allir geta tekið þátt í spunanámskeiðum og áheyrnarprufur fyrir leikritið eru í lok haustannar. Á síðastliðnum árum hafa mörg velheppnuð verk verið sett upp, þar á meðal söngleikurinn Mamma Mia!, Börn mánans og Skítt með‘ða. Veturinn 1998-1999 var Fönkóperan Grettir sýnd í Félagsheimili Kópavogs og fóru Ágústa Eva Erlendsdóttir og Edgar Smári Atlason með aðalhlutverkin.
 
===Tónlistarnefnd===