„Kládíus Ptólmæos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:PSM_V78_D326_Ptolemy.png|thumb|250px|Ptólmæos]]
 
'''Kládíus Ptólmæos''' ([[gríska]]: Κλαύδιος Πτολεμαῖος, ''Klaudios Ptolemaios''; [[latína]]: ''Claudius Ptolemaeus''; s. 90 e.Kr. – s. 168) var [[Grikkland|grískurgrísk]]-[[Egyptaland|egypskur]] höfundur, [[stærðfræði]]ngur, [[stjörnufræði|stjarnfræðingur]], [[landafræði|landfræðingur]] og [[stjörnuspeki]]ngur frá [[Alexandría|Alexandríu]]. Hann bjó í Alexandríu í rómverska héraðinu [[Aegyptus (rómverskt skattland)|Aegyptus]], skrifaði á grísku og var rómverskur borgari. Fyrir utan þessi smáatriði er lítið vitað um líf hans. Stjörnufræðingurinn [[Teódór Melíteníótes]] taldi að hann hefði fæðst í [[Ptolemais Hermiou]] í [[Þebaís]]. Þetta er samt mjög seinn vitnisburður og það ekkert sem bendir til þess að hann hafði búið annars staðar en í Alexandríu, en hann dó þar um það bil 168 e.Kr.
 
Ptólmæos var höfundur nokkurra ritgerða, en þrjár þeirra voru síðar mikilvægar í bæði [[Íslam|íslömskum]] og [[Evrópa|evrópskum]] vísindum. Fyrst þeirra er þekkt sem ''[[Almagest]]'', en hún hét í upphafi „Stærðfræðiritgerðin“ (Μαθηματικὴ Σύνταξις, ''Mathēmatikē Syntaxis'') og svo „Mikla ritgerðin“ (Ἡ Μεγάλη Σύνταξις, ''Ē Megálē Syntaxis''). Önnur ritgerðin er ''[[Landafræði (ritgerð)|Landafræði]]'', sem er ítarleg frásögn um landfræðilega þekkingu Grikkja og Rómverja. Þriðja ritgerðin varðar stjörnuspeki og heitir ''[[Tetrabiblos]]'' (Τετράβιβλος) sem þýðir „Fjórar bækur“, en er stundum þekkt sem ''Apotelesmatika'' (Ἀποτελεσματικά).