„Eignarfornafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eignarfornöfn''' {{skammstsem|efn.}} eru [[Fornafn|fornöfn]]<ref name="skola">[http://www.skolavefurinn.is/_opid/islenska/vanda_malid/kynning/hugtakaskyringar_malfraedi_kynning.html Hugtakaskýringar - Málfræði]</ref> og eru helst ''minn'' og ''þinn'' í [[íslenska|íslensku]]<ref name="skola"/> en ''vor'' og ''sinn'' teljast einnig til eignarfornafna. Sumir málfræðingar telja eignarfornafnið ''sinn'' eiga heima í flokki [[afturbeygt fornafn|afturbeygðra fornafna]] þar eð það vísar aftur til þriðju persónu.<ref name="skola"/> Þessi skilgreining er umdeild enda nýleg og á sér ekki hefð í íslenskri málfræði. Í fornu máli voru eignarfornöfn þremur fleiri: '''okkarr''', '''ykkarr''' og '''yðarr'''. Þau beygðust öll á sama veg og nokkurn veginn eins og fornöfnin ''annar'' og ''nokkur'' í nútímamáli. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1580206 Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1983]</ref>
 
== Vor og minn (þinn og sinn)==
'''Vor''' er aðeins notað í hátíðlegu máli; ''„Heill forseta '''vorum''' og fósturjörð“'' og beygist þannig:
 
Lína 99 ⟶ 100:
 
Fleira kemur til sem undantekning frá meginreglunni. Það eru föst orðatiltæki t.d. Eins og: '''''Sinn''' er siður í landi hverju''. Einnig má líta til orða [[Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal|Benedikts Gröndal]]: ''Mitt er að yrkja, ykkar að skilja''. Sitthvað í kveðskap lætur oft meginregluna lönd og leið vegna hrynjandi, ríms og stuðla, og jafnvel tilfinningalegra blæbrigða, og þá getur jafnvel verið „rétt“ að hafa eignarfornafnið fyrirsett. En meginreglan er samt sterk í íslensku, eins og sést t.d. á orðum [[Vatnsenda-Rósa|Rósu Guðmundsdóttur frá Fornhaga]]: ''Augun '''mín''' og augun '''þín''', ó, þá fögru steina!''... <ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=426229&pageSelected=23&lang=0 Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1985]</ref>
 
== Líkamshlutar ==
Í íslensku eru eignarfornöfn ekki notuð um líkamshluta nema í formlegu máli og skáldskap (lítil börn eigna sér líkamshluta sína en venjast fljótt af því). Í fréttatexta eða skýrslu þykir slæmt að segja: ''Hann var með verk í augunum '''sínum'''''. Í daglegu tali á íslensk er venjulega talað um hárið, fótinn, bakið, höfuðið, magann, augun (á/í okkur) án eignarfornafns: Hárið á mér er úfið, ég er slæmur í baki, ég meiddi mig í fætinum, annar fóturinn á honum er styttri en hinn, mér er illt í augunum o.s.frv. Í málinu ríkir þegjandi samkomulag um það að ekki þurfi að taka fram hverjum líkamshlutarnir tilheyri; enginn er í vafa um að það er fóturinn á þeim sem talar þegar sá hinn sami kvartar um að sér sé illt í fætinum. <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1912449 „Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1988“]</ref>
 
== Hin forna beyging á vor ==