„Kókoseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 36:
'''Kókoseyjar''' (eða '''Keeling-eyjar''') eru [[eyjaklasi]] í [[Indlandshaf]]i, suðvestan við [[Jólaeyja|Jólaeyju]] og miðja vegu milli [[Ástralía|Ástralíu]] og [[Srí Lanka]]. Eyjarnar eru undir yfirráðum [[Ástralía|Ástralíu]]. Í eyjaklasanum eru tvær [[baugeyja]]r með samtals 27 [[kórall|kóraleyjum]]. Tvær þeirra, [[Vesturey (Kókoseyjum)|Vesturey]] og [[Heimaey (Kókoseyjum)|Heimaey]], eru byggðar. Um 600 manns búa á eyjunum.
 
Eyjarnar hétu upphaflega eftir skipstjóranum [[William Keeling]] sem uppgötvaði þær árið [[1609]]. Þær voru óbyggðar fram á [[19. öldin|19. öld]] þegar enskur ævintýramaður, [[Alexander Hare]], settist þar að með fjörutíu konum. Skoskur skipstjóri, [[John Clunies-Ross]], settist þar að skömmu síðar og hrakti Hare frá eyjunum. [[Bretland|Bretar]] lögðu eyjarnar formlega undir sig árið [[1857]] en [[Viktoría Bretadrottning]] gaf afkomendum Clunies-Ross eyjarnar til eignar að eilífu árið [[1886]]. Árið [[1901]] var sett upp símskeytastöð með neðansjávartengingum við aðrar eyjar á Indlandshafi. Stöðin reyndist mikilvæg í [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri]] og [[Síðari heimsstyrjöld]]. Eftir stríðið var stjórn eyjanna fyrst í [[Singapúr]] en síðan flutt árið [[1955]] til Ástralíu. Ástralska stjórnin neyddi Clunies-Ross-fjölskylduna til að selja eyjarnar árið [[1978]].
 
Afkomendur upprunalegu landnemanna eru kallaðir [[kókosmalajar]]. Þeir eru um 5000 talsins og búa flestir í [[Malasía|Malasíu]] en um 400 búa enn á eyjunum. Þeir tala Basa Pulu Kokos sem er afbrigði af [[malasíska|malasísku]] með enskum og skoskum tökuorðum og aðhyllast [[súnní íslam]].