„Stjórnarskrá Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 39:
 
17 síðari viðaukar hafa verið samþykktir eftir að Réttindaskráin tók gildi. Þeir hafa flestir endurspeglað áframhaldandi viðleitni til að víkka út borgaralegt og stjórnmálalegt frelsi, en aðrir eru tæknilegra eðlis og breyta litlu um undirstöðu og uppbyggingu [[Stjórnvöld|stjórnvalda]] sem sett var í stjórnarskrána [[1787]]. Elstur þessara viðauka er frá árinu [[1795]], en sá nýjasti öðlaðist gildi árið [[1992]].
 
Aðeins einn viðauki viðauki hefur verið felldur úr gildi, en það er [[Átjándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|átjándi viðaukinn]], sem tók gildi 16. janúar 1919 en var afnuminn afnuminn 5. desember 1933. Kvað hann á um bann við áfengissölu í Bandaríkjunum.
 
Af síðari viðaukum eru viðaukar [[Þrettándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|þrettán]], [[Fjórtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|fjórtán]] og [[Fimmtándi viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna|fimmtán]] áhrifamestir en þeir voru samþykktir í kjölfar þrælastríðsins og tryggðu m.a. afnám [[Þrælahald|þrælahalds]] í Bandaríkjunum, og hinum sigruðu Suðurríkjum var gert að samþykkja viðaukana áður en þau fengu að ný fulla inngöngu í ríkjasambandið. Á ensku er talað um "The Reconstruction Amendments".