„Súgandafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Súgandafjörður 2.JPG|thumbnail|Súgandafjörður]]
'''Súgandafjörður''' er fjörður á norðanverðum [[Vestfirðir|Vestfjarðakjálkanum]], nyrsti fjörðurinn í [[Vestur-Ísafjarðarsýsla|Vestur-Ísafjarðarsýslu]] og gengur inn milli Sauðaness að sunnan og [[Göltur (fjall)|Galtar]] að norðan. Hann er um þrettán kílómetra langur. Þegar kemur inn að fjallinu [[Spillir (fjall)|Spilli]], sem gnæfir yfir [[Suðureyri]], sveigir hann til suðausturs, þrengist og grynnkar.
 
Brött og allhá fjöll liggja að firðinum og er undirlendi lítið. Þau eru þó nokkuð gróin og sumstaðar er kjarr; Selárskógur er eitt mesta samfellda kjarrlendi á Vestfjörðum. Inn af botni fjarðarins er [[Botnsdalur (Súgandafirði)|Botnsdalur]]. Þar er eitt af þremur mynnum [[Vestfjarðagöng|Vestfjarðaganga]], sem opnuð voru [[1996]], en áður lá vegur um [[Botnsheiði (Súgandafirði)|Botnsheiði]] til Ísafjarðar og var hann yfirleitt ófær á veturna. Þaðan liggur svo malbikaður vegur með suðurströnd fjarðarins til Suðureyrar en handan fjarðarins er aðeins vegarslóði út undir miðjan fjörð, enda er þar engin byggð lengur, aðeins sumarbústaðir. Víða í firðinum er mikil [[snjóflóð]]ahætta.