„Burstaormar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
== Útlit ==
[[Image:Polychaeta anatomy en.svg|thumb|300px|left|Almenn líffærafræði burstaorma]]
Burstormar einkennast eins og aðrir liðormar á því að hafa liðskiptan búk en einnig á fóttotum og áberandi burstum sem þeir draga nafn sitt af. Fóttoturnar og burstarnir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum eftir tegundum. Þeir eru til í margskonar litum og líkamsbygging tegunda margbreytilegar þótt þeir hafi allir þessi grunn einkenni. Höfuð þeirra er tiltölulega vel þróað í samanburði við aðra liðorma. Á höfðinu eru venjulea tveir tvo til fjögur pör af augum þótt sumar tegundir geti verið blindar. Augin er tiltölulega einföld og greina aðeisn ljós og myrkur en sumar tegundir hafa stór augu með linsur sem veitir þeim færi á flóknari sýn. Á höfðinu er einnig par af skynjurum líkt og loftnet og önnur skynfæri sem hjálpa ormun að leita matar. Munnur burstaorma er mismundandi eftir mataræði því sumar tegundir eru rándýr, sníkjudýr, grasætur, rotverur eða síarar. Almennt hafa þeir hinsvegar eitt par af kjálkum og koki sem ormurinn getur snúið út eða inn. Þetta gerir orminum kleyft að grípa mat og draga hann inn í munninn. Í sumum tegundir er kokinu breytt í rana.
 
Ytra yfirborð búksins samanstednur af einföldum þekjuvef sem fellur undir þunnt lag af lifandi vef. Undir yfirborði búksins er þunnt lag af bandvef, lag af hringlaga vöðva, lag af langsum vöðva og lífhimna sem umlykur líkamsholið. Aðrir vöðvar sjá um hreyfa bifár sem notuð eru í flutning, skynja tilfinningar og um öndun. Í flestum tegundum er líkamsholinu skipt í aðskild hólf með lífhimnu milli hvers hluta en í sumum tegundum er það meira samfellt. Meltingarvegurinn er einfalt rör, yfirleitt með smá maga einhverstaðar á rörinu.
 
== Lífshættir ==