„Heimskautarefur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 217.151.165.42 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Salvor
Lína 28:
 
== Nöfn á refum ==
Karldýrin eru oftast nefnd ''steggur'' eða ''hallihögni'' en einnig kemur fyrir að þeir séu nefndir ''refur''. Kvendýrin eru nefnd ''læða'' eða ''bleiða'' en einnig kemur fyrir að þær séu nefndar ''tófur''.
 
Ekkert annað dýr á Íslandi hefur haft eins mörg heiti. Má það meðal annars rekja til þeirrar algengu trúar um alla Evrópu að ekki megi nefna nafn hins illa upphátt til þess að kalla hann ekki fram. Fyrir utan þau algengustu refur og tófa má nefna: '''dratt(h)ali''', '''gortanni''', '''lágfóta''', '''melrakki''', '''skaufhali''', '''skolli''' og '''vemma'''. Refir sem leggjast á fé eru nefndir ''bítur'', ''dýrbítur'' og ''bitvargur''. ''Snoðdýr'' er tófa sem aldrei fær fallegan belg með vindhárum. Refalæða sem lögst er í greni til að gjóta er kölluð ''grenlægja''. Afkvæmið nefnist ''yrðlingur''.