„Hilmar Finsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rotlink (spjall | framlög)
m fixing dead links
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
== Ævi ==
Hilmar fæddist í [[Kolding]] á [[Jótland]]i. Foreldrar hans voru [[Jón Finsen]], héraðsfógeti, og Katharina Dorothea en Jón var sonur [[Hannes Finnsson|Hannesar Finnssonar]] biskups. Hilmar var uppalinn í [[Danmörk]]u. Árið 1841 útskrifaðist hann frá grunnskóla í Kolding og fimm árum seinna, 1846 lauk hann embættisprófi í lögfræði við [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Á meðan dvölhann hansdvaldist í Kaupmannahöfn stóð kynntist hann mörgum af þeim sem áttu eftir að verða fyrirferðamiklirfyrirferðarmiklir seinna meir, þeirra á meðal [[Orla Lehmann]], [[Ditlev Gothard Monrad]], [[Carl Christian Hall]], [[Carl Ploug]] o.fl. Hann tók þátt í [[fyrra Slésvíkurstríðið|fyrra Slésvíkurstríðinu]] (einnig þekkt sem ''Þriggja ára stríðið'') sem [[herdómari]]. Árið 1850 var hann skipaður borgarstjóri [[Sønderborg]], þeirri stöðu gegndi hann í fjórtan ár til [[2. júlí]] [[1864]] en þá hertóku [[Prússar]] hana í [[Síðara Slésvíkurstríðið|Síðara Slésvíkurstríðinu]]. Í tæplega hálft ár, frá mars og fram í nóvember það ár sat Hilmar á [[Þjóðþing Danmerkur|danska þjóðþinginu]].
 
Þann [[8. maí]] [[1865]] var hann gerður að stiftamtmanni yfir Íslandi og varð þar með æðsti embættismaður Íslands undir kónginum. Danakonungur hafði ekki skipað stiftamtmann frá því að [[Jørgen Ditlev Trampe|Trampe greifi]] lét af embættinu fimm árum fyrr en í millitíðinni hafði [[Þórður Jónassen]] sinnt embættisskyldum stiftamtmanns. Hilmar kom til Íslands og var svo gerður að fyrsta landshöfðingjanum [[1. apríl]] [[1873]]. Því embætti gegndi hann í áratug en þá fluttist hann aftur til Danmerkur og tók við embætti yfirborgarstjóra [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]]. Hilmar var innanríkisráðherra Danmerkur í rétt tæplega ár, 1884-85. Hann lést [[15. janúar]] [[1886]].