Munur á milli breytinga „Þágufall“

(→‎Þágufall í íslensku: skv. Gísla Jóns, Mbl, 1981, 3. maí, bls. 7)
* '''Háttarþágufall''': er náskylt tækisfallinu og segir það „með hverjum hætti“ eitthvað gerist. Dæmi: „Þeir unnu ''baki brotnu''“; „þeir unnu ''hörðum höndum''“. Fara ''huldu höfði''. Ganga „þurrum fótum“ yfir á eða láta öllum „illum látum“.
* '''Mismunarþágufall''' (eða '''þágufall mismunarins'''): Gefur til kynna mismun á einhverju sem borið er saman. Dæmi: „Jón er ''miklu'' stærri en Halldór.“ Hann er ''mér'' (samanbþgf.) ''miklu'' (mismþgf.) meiri: Hann er meiri ''en ég'', svo að ''munar miklu''.
* '''Samanburðarþágufall''' (eða '''þágufall samanburðarins'''): Gefur til kynna eitthvað sem eitthvað annað er borið saman við. Dæmi: „Enginn er ''öðrum'' fremri í þessu“; „Maður á að hlusta á ''sér'' vitrari menn.“ Eitthvað er ''deginum'' ljósara. Annað er '''sýnu''' betra.
 
Margar ópersónulegar sagnir taka frumlag í þágufalli. Dæmi: „Mér líkar þetta vel“.
Óskráður notandi