„Miklibanki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Kort sem sýnir Miklabanka '''Miklibanki''' er neðansjávarslétta út af Norður-Ameríkulandgrunninu suðausta...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Grand_Banks.png|thumb|right|Kort sem sýnir Miklabanka]]
'''Miklibanki''' er neðansjávarslétta út af [[Norður-Ameríkulandgrunnið|Norður-Ameríkulandgrunninu]] suðaustan við [[Nýfundnaland]]. Sjór er tiltölulega grunnur (24-101 m) á bankanum. Þar mætast hlýr [[Golfstraumurinn]] að sunnan og kaldur [[Labradorstraumurinn]] að norðan. Blöndun þessara tveggja strauma verður til þess að lyfta næringarefnum upp að yfirborði sjávar sem skapar kjöraðstæður fyrir [[fiskur|fiska]]. Miklibanki er því ein af auðugustu fiskimiðum[[fiskimið]]um heims. Þar veiðist meðal annars [[þorskur]], [[ýsa]], [[loðna]] og [[sverðfiskur]]. Á botninum finnast bæði [[hörpuskel]] og [[humar]]. Þar er líka að finna stóra hópa [[sjófugl]]a eins og [[súla (fugl)|súlu]] og [[skrofa|skrofu]] og sjávarspendýr á borð við [[selur|seli]] og [[hvalur|hvali]].
 
Blöndun kaldsjávar og hlýsjávar skapar líka oft [[þoka|þoku]] á þessu svæði. Skipið [[Titanic]] sökk skammt sunnan við Miklabanka.