„Ástralía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar Loller78 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Xqbot (spjall | framlög)
m Vélmenni: ar:أستراليا er gæðagrein; útlitsbreytingar
Lína 46:
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:NewParliamentHouseInCanberra.jpg|thumbnail|Þinghúsið í Canberra.]]
Eins og fyrr hefur verið sagt, skiptist Ástralía í sjö megin stjórnsýsluumdæmi. Hvert og eitt þeirra hefur einhverja gerð af [[Framkvæmdavald|framkvæmda-]]- [[Löggjafarvald|löggjafar-]]- og [[dómsvaldi]]. Þau eru svo öll undir sambærilegar stofnanir fyrir allt samveldið sett. Með löggjafarvaldið fer Samveldisþingið (enska: ''Commonwealth Parliament''), framkvæmdavaldið eins konar ríkisráð (enska: ''Executive Council of Australia'') og dómsvaldið Hæstiréttur Ástralíu (enska: ''High Court of Australia''). Þessar stofnanir eru allar til húsa í Canberra.
<br />Formlega er æðsti handhafi framkvæmdavalds í Ástralíu landsstjórinn (enska: ''Governor-General''), sem er staðgengill drottningar í landinu. Í raun fer hins vegar [[ríkisstjórn]]in með vald hans. Ríkisstjórnin er valin af [[forsætisráðherra]]num, sem aftur er valinn af meirihluta [[þing]]sins (oftast leiðtogi stærsta flokksins). Forsætisráðherra Ástralíu nú (2012) er [[Julia Gillard]]. Landsstjórinn er [[Quentin Bryce]].
<br />Með löggjafarvald fyrir Samveldið fer Samveldisþingið. Það skiptist í tvær deildir, fulltrúadeild og öldungadeild. Einnig telst drottningin formlega vera hluti þingsins. Í öldungadeildinni eiga sæti tólf fulltrúar frá hverju fylki, og tveir frá hvoru svæði (territory). Fulltrúadeildin hefur um tvöfalt fleiri eða 150 [[Þingmaður|þingmenn]]. Samkvæmt [[stjórnarskrá]] hafa báðar deildirnar sömu möguleika til að leggja fram [[Frumvarp|lagafrumvörp]] (fyrir utan þau sem snúa að ríkisfjármálum) og þurfa báðar deildir að samþykkja öll frumvörp áður en þau geta orðið að [[lög]]um. Samkvæmt venju eru langflest frumvörp þó lögð fram af ríkisstjórninni, og þar með í fulltrúadeild, en síðan samþykkt í öldungadeild.
Lína 125:
[[Flokkur:Eyjaálfulönd]]
 
{{Tengill GG|ar}}
{{Tengill GG|es}}
{{Tengill GG|sv}}