„Jarðhneta“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{taxobox |name = Jarðhneta |image = Koeh-163.jpg |regnum = Jurtaríki (''Plantae'') |unranked_divisio = Dulfrævingar (''Angiospermae'') |unranked_classis = Eudicotidae...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
'''Jarðhneta''' (''Arachis hypogaea'') er tegund í [[ertublómaætt]]. Hún er í raun og veru ekki [[hneta]] heldur [[belgjurt]]. Hún er [[einær jurt]] sem vex allt að 30 til 50 [[sm]] há. [[Laufblað|Laufblöðin]] eru gagnstæð og fjöðruð með fjórum smáblöðum. Hvert smáblað er 1 to 7 sm að lengd og 1 to 3 sm að breidd. [[Blóm]]in eru gul með rauðu æðamynstri og 2 til 4 sm að breidd. Eftir [[frjóvgun]] lengist blómastilkurinn þangað til [[eggleg]]ið snertir jörðina. Þá heldur stilkurinn áfram að vaxa en egglegið grefst þar sem [[ávöxtur]]inn þróast í belg. Belgirnir eru 3 til 7 sm að lengd og inniheldur 1 til 4 [[fræ]].
 
Talið er að jarðhnetan hafi fyrst verið rækt í dölunum í [[Paragvæ]]. Má borða ávextina hráa eða nota þá í rétti. Oft eru jarðhnetur borðaðar ristaðar og saltaðar. Þær geta líka verið pressaðar til að gera [[jarðhnetuolía|jarðhnetuolíu]]. Jarðhnetur eru aðalhráefnið í [[hnetusmjör]]i. Jarðhnetur innihalda ýmis [[næringarefni]], meðal annars [[níasín]], [[fólat]], [[trefjar]], [[E-vítamín]], [[magnesín]] og [[fosfór]]. Þær innihalda enga [[transfita|transfitu]] og [[natrín]], og getur verið allt að 25% [[prótein]].
 
Sumir eru með jarðhnetu[[ofnæmi]] sem getur verið allt frá mjög milt til alvarlegt og getur valdið [[bráðaofnæmisviðbragð]]i. Jafnvel smá magn af jarðhnetum getur valdið viðbragði. Vegna þess að jarðhnetur eru notaðar í mörg unnin matvæli getur verið erfitt að forðast þær alveg.
 
{{stubbur|líffræði}}