Munur á milli breytinga „Haryana“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 6 árum
ekkert breytingarágrip
m
 
[[Mynd:India_Haryana_locator_map.svg|thumb|right|Kort sem sýnir Haryana]]
'''Haryana''' er fylki á Norður-[[Indland]]i. Það tilheyrði áður [[Púnjab]] en var aðskilið árið 1966 þegar Púnjab var skipt upp á grundvelli tungumála; íbúar Haryana tala [[Haryanvi]] sem er mállýska [[Hindíhindí]]. Tæp 90% íbúa eru [[hindúatrú]]ar og fornir hindúasiðir eins og [[jóga]] og vedískar [[mantra|möntrur]] lifa þar enn góðu lífi. Höfuðstaður fylkisins er [[tilbúin borg|tilbúna borgin]] [[Chandigarh]] en stærsta borgin er [[Faridabad]]. Íbúar fylkisins eru um 25 milljónir.
 
Haryana var hluti af fornaldarríkinu [[Kuru]]. Það var hluti af [[Soldánsdæmið Delí|Soldánsdæminu Delí]] á miðöldum, eða þar til [[Mógúlveldið]] lagði soldánsdæmið undir sig á [[16. öldin|16. öld]]. Þegar [[Marattaveldið]] reis gegn Mógúlveldinu varð Haryana hluti af því. Árið [[1803]] fékk [[Breska Austur-Indíafélagið]] yfirráð yfir héraðinu eftir sigur þess á Marattaveldinu í [[Annað stríð Englands og Marattaveldisins|Öðru stríði Englands og Marattaveldisins]].