„Spánn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 239 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q29
Lína 67:
 
Þegar á 16. öld tók þessu mikla heimsveldi að hnigna. [[England|Englendingar]] og [[Frakkland|Frakkar]] sóttu gegn nýlendum Spánar í Nýja heiminum, bæði með [[sjórán]]um gegn skipum sem fluttu góðmálma til Spánar og eins með [[launverslun]] við nýlendurnar sem Spánn reyndist ófær um að sjá fyrir nauðsynjum. Mikið flæði gulls og silfurs frá Nýja heiminum olli síðan [[óðaverðbólga|óðaverðbólgu]] á Íberíuskaganum sem skaðaði efnahag Spánar enn frekar. Tilraun Filippusar 2. til að sýna Englandi í tvo heimana með [[Flotinn ósigrandi|Flotanum ósigrandi]] [[1588]] mistókst herfilega og [[Holland|Hollendingar]] sögðu sig úr lögum við Spán [[1585]] og rændu hverri höfninni af annarri frá Portúgölum í Austur-Indíum.
[[Mynd:Francisco_de_Goya_y_Lucientes_026El dos de mayo de 1808 en Madrid.jpg|thumb|right|''Dos de mayo'' eftir [[Francisco de Goya]].]]
[[Þrjátíu ára stríðið]] [[1618]] til [[1648]], þar sem Spánverjar reyndu að leggja Holland aftur undir sig, hafði slæm áhrif á efnahag landsins. Portúgal sagði sig úr konungssambandinu [[1640]] og Spánn varð að gefa [[Frakkland]]i eftir landsvæði með [[Pýreneasáttmálinn|Pýreneasáttmálanum]] [[1659]] eftir tíu ára styrjöld milli ríkjanna. Eftir [[Spænska erfðastríðið]] [[1701]] – [[1714]] missti Spánn svo öll landsvæði sín í Evrópu utan Íberíuskagans til annarra ríkja og frönsk konungsætt, [[Búrbónar]], tók við völdum.