„Reggí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m flokka nánar
m laga myndatexta
Lína 7:
.
==Einkenni Reggítónlistar==
[[File:Bob-Marley-in-Concert Zurich 05-30-80.jpg|thumb|Bob- Marley-in-Concert á tónleikum í Zurich 05-30-80. maí 1980]]
Reggí tónlist einkennist af ákveðnum en óhefðbundnum takti sem er yfirleitt er í 4/4. Reggí trommarar leggja oft áherslu á þriðja taktinn með bassatrommu en til eru undantekningar á því. Þrátt fyrir að gítarspilið í reggí lögum sé oft einfalt og ekki mörg grip notuð er fjölbreytnin ótrúleg miðað við það og getur einfaldleiki reggítónlistar valdið dáleiðandi áhrifum við hlustun þess. Hljóðfærin sem notuð eru við spilun reggí tónlistar eru bassi, gítar og einhvers konar trommur eða [[slagverk]], en einnig má oft heyra í [[Blásturshljóðfæri|blásturshljóðfærum]], [[orgel|orgeli]] og jafnvel [[harmónikka|harmónikkum]]. [[Slagverkshljóðfæri]] og [[bassi]] eru að miklu leiti undirstaða reggís og skipta höfuðmáli.
Textar í reggílögum geta verið mjög fjölbreyttir og eru þemu oft mismunandi eftir undirgerðum. Þó eru líka sameiginleg þemu milli stefna. Sambönd, ást, trú, friður, kynhneigð, óréttlæti og fátækt eru algeng málefni sem rata inn í texta reggí tónlistarmanna. Í sumum reggí lögum er fjallað um umdeild umræðuefni í samfélaginu og eiga listamenn það til að reyna að upplýsa hlustendur sína og vekja athygli á einhverjum af þessum umdeildu umræðuefnum. Algeng félagstengd efni sem eru áberandi í reggí lögunum eru til að mynda þjóðernisstefna svarts fólks, andstæða við nýlendustefnu, barátta gegn kynþáttahatri og barátta gegn kapítalisma.