„Möðruvellir (Hörgárdal)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1958223
Lína 49:
 
 
Brunasaga Möðruvalla er landsfræg. Vitað er um klausturbyggingu þó ummerki hennar séu nú hvergi sjáanleg, en fræg er sagan af klausturbrunanum [[1316]] er munkarnir áttu að hafa komið ölvaðir úr [[Gásir|Gásakaupstað]] og farið óvarlega með eld. [[Davíð Stefánsson]] frá Fagraskógi gerði sér þetta að yrkisefni í leikritinu ''Munkarnir á Möðruvöllum''. Árið [[1712]] brunnu til grunna öll hús staðarins nema kirkjan. Amtmannsstofan brann árið [[1826]] og var þá [[Baldvin Einarsson]] nær brunninn inni. Þá var byggt amtmannssetur úr dönskum tígulsteini sem var gjöf [[Friðrik 6. Danakonungur|Friðriks 6.]] Danakonungs og var húsið því nefnt Friðriksgáfa en það brann síðan [[1874]] og lagðist þá amtmannssetur af á Möðruvöllum. Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið [[1865]] brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrímur Gíslason]] listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið [[1902]].
 
Svona er eldsvoðanum lýst: "Um nóttina milli hins 20. og 21. marz brann Friðriksgáfa, hús amtmannsins á Móðruvóllum, til kaldra kola. Allt fólk var í fasta svefni, og varð eigi vart við, fyr en eldurinn hafði læst sig um allt húsið; komst það þó út óskaddað með mestu naumindum, nema karl einn vitfirrtur, er inni brann. Þar brann húsbúnaður allur og margir fjemætir hlutir, sömuleiðis flest embættisskjöl,
er amtinu til heyrðu; járnskápur sá, er peningar og pcningaskjöl amtsins voru geymd í, fannst í rústunum óskemmdur. Jarðskjálfti lítill hafði orðið um nóttina; ætla menn, að við hristinginn hafi skekkzt ofn í skrifstofunni, og glæður, er lifðu í honum, hafi fallið ofan á gólfið, og valdið eldinum." <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2044483 Fréttir frá Íslandi, 1. tölublað (01.01.1874), Blaðsíða 45]</ref>
 
Af Friðriksgáfu hafa þó varðveist góðar teikningar þannig að vitað er hvernig hún leit út. Árið [[1865]] brann kirkjan og varð litlu bjargað, nema hvað [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrímur Gíslason]] listmálari bjargaði altaristöflunni og mun hann hafa notað hana sem fyrirmynd að altaristöflum í aðrar kirkjur. Skólahúsið á Möðruvöllum, sem byggt var úr brunasteininum úr Friðriksgáfu, brann síðan árið [[1902]].
 
[[Leikhúsið að Möðruvöllum| Leikhúsið]], sem einnig var byggt á tímum Möðruvallaskóla sem leikfimihús og pakkhús, slapp við brunann og hefur nú verið fært í upprunalegt horf. Eftir brunann keypti Stefán Stefánsson skólameistari múrsteininn og notaði í fjósbyggingu sem enn er uppistandandi, svonefnt Stefánsfjós. En ekki er brunasögu staðarins lokið, því 1937 brennur á Nunnuhóli, koti ofarlega í Möðruvallatúni og síðar sama ár brann íbúðarhús staðarins.