„Kristín Marja Baldursdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Kristín Marja Baldursdóttir''' er íslenskur [[rithöfundur]]. Hún fæddist [[21. janúar]] [[1949]] í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]]. Kristín Marja lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og B.A. prófi í [[þýska|þýsku]] og [[íslenska|íslensku]] frá Háskóla Íslands árið [[1991]]. Fyrsta bók hennar var [[Mávahlátur]] kom út árið 1995. Sagan var sett upp á stóra sviði Borgarleikhússins og eftir henni var gerð samnefnd kvikmynd árið 2001. Tvær bækur Kristínar Mörju fjalla um listakonuna Karítas en það eru bækurnar [[Karitas án titils]] og Óreiða á striga.
 
Kristín Marja hefur hlotið viðurkenningar fyrir ritstörf, m.a. fálkaorðuna, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, verðlaun úr Rithöfundarsjóði Ríkisútvarpsins, Fjöruverðlaunin (bókmenntaverðlaun kvenna) og bókin Karítas án titils var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.