Munur á milli breytinga „2. deild karla í knattspyrnu 1957“

 
Úrslitaleikurinn var leikinn á milli Keflavíkur og ÍBÍ. Leikurinn endaði 1-1 og fól KSÍ Ísfirðingum að sjá um nýjan leik. Þeir gerðu það og settu leikinn á hinn 15. september. Keflvíkingum fannst fyrirvarinn of stuttur og einnig fannst þeim það ósanngjarnt að þurfa að spila á Ísafirði og mættu fyrir vikið ekki til leiks, ekki frekar en dómararnir.
 
Stjórn ÍBÍ skipaði því dómara, sem gengugekk inn á völlinn til að flauta leikinn á og svo af og ÍBÍ var dæmdur sigur því Keflvíkingar mættu ekki á tilsettum tíma, en það var héraðsdómstóll ÍBÍ sem dæmdi. Keflvíkingar áfrýjuðu til KSÍ sem ógilti dóm héraðsdómstóls ÍBÍ og gáfu þá útskýringu að láðst hafði að fá staðsetningu leikstaðar og leikdags hjá ÍSÍ, sem ber að gera samkvæmt lögum.
 
Nýr leikur var settur á en ekki fyrr en næsta sumar, hinn 14. júlí á Melavellinum. Ísfirðingar mættu ekki til leiks og gengu dómarar inn á völlinn og flautuðu leikinn á og síðan af. Ísfirðingar kærðu þetta til ÍSÍ en þeirri kæru var vísað frá. Sagði þar meðal annars:
Óskráður notandi