„Súnní“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q483654
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Súnnítar trúa því að eftirmaður Múhameðs hafi ekki tekið við spámannshlutverkinu, Múhameð hafi verið síðasti spámaðurinn. En hann hafði einnig verið veraldlegur leiðtogi múslíma og einhver þurfti að taka við því hlutverki.
 
Alí, tengdasonur Múhameðs, var fjórði [[kalífi]] (sá sem stjórnar á jörðinni í umboði guðs) múslíma, en var myrtur árið [[661]]. Þá tók helsti andstæðingur hans við kalífadómi, en átök þeirra voru undirrótin að klofningi íslams í súnní- og sjía-sið. Heitið á sjía-sið er dregið af „shi'at Ali“, eða „fylgismenn Alís“. Þeir telja Alí hafa verið þann eina sem hafi með réttu gegnt kalífadómi.
 
Hugmyndafræðilegur munur á súnní- og sjía-sið er í grundvallaratriðum sá að sjítar telja að Múhameð hafi átt sér andlega arftaka, þótt hann hafi verið síðasti spámaðurinn. Þessir arftakar eru nefndir imamar. Þeir hafa í krafti innblásturs meira innsæi í eðli guðdómsins en venjulegir menn hafa. Þess vegna geta þeir túlkað Kóraninn, helgirit múslíma, og áttað sig á duldum boðskap sem þar er að finna en venjulegir menn sjá ekki.