„Gvelfar og gíbellínar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 4:
Einstakar fjölskyldur, borgir og bæir kenndu sig við þann flokk sem þær studdu. Almennt séð voru gvelfar borgaralegir aðalsmenn sem byggðu auð sinn á verslun en gíbellínar úr hópi landeigenda. Borgir Norður-Ítalíu þar sem keisarinn reyndi að auka völd sín voru hallari undir gvelfa en borgir Mið-Ítalíu sem litu á útþenslu [[Páfaríkið|Páfaríkisins]] sem meiri ógn, voru hallari undir gíbellína. Borgir sem áttu í átökum sín á milli studdu oft ólíka flokka. Þannig voru til dæmis [[Písa]] og [[Siena]] gíbellínaborgir í andstöðu við gvelfaborgina [[Flórens]]. Gvelfaborgirnar voru [[Mílanó]], [[Mantúa]], [[Bologna]], Flórens, [[Lucca]] og [[Padúa]] en borgir kenndar við gíbellína voru [[Como]], [[Cremona]], Písa, Siena, [[Arezzo]], [[Módena]] og [[Parma]].
 
Eftir miðja [[13. öldin|13. öld]] náðu gvelfar yfirhöndinni í þessum átökum. [[Orrustan við Benevento]] árið [[1266]] batt enda á áhrif Hohenstaufen-ættarinnar á Ítalíu og páfi gerði [[LoðvíkKarl 91. af Napólí|LoðvíkKarl af Anjou]] að konungi yfir [[konungsríkið Sikiley|Sikiley]]. Með þessu bandalagi páfa og Anjou-ættarinnar urðu gvelfar ríkjandi flokkur á Norður-Ítalíu. Nokkrum árum síðar klofnuðu gvelfar í svarta gvelfa sem studdu páfann og hvíta gvelfa sem voru andsnúnir auknum áhrifum hans. Hvítir gvelfar, þar á meðal skáldið [[Dante Alighieri]], voru gerðir útlægir frá Flórens árið [[1302]] og tilraun þeirra til að ná borginni aftur með hervaldi og stuðningi gíbellína árið 1304 mistókst.
 
Flokkaheitin gvelfar og gíbellínar voru notuð áfram á Ítalíu næstu aldirnar yfir þá sem studdu annars vegar Frakkakonung og hins vegar keisarann, einkum í [[Ítalíustríðin|Ítalíustríðunum]], þar til [[Karl 5. keisari]] staðfesti yfirráð sín yfir Ítalíu árið [[1529]].