„Alessandro de' Medici“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Allessandro-the-moor.jpg|thumb|right|Alessandro de' Medici]]
'''Alessandro de' Medici''' ([[22. júlí]], [[1510]] – [[6. janúar]], [[1537]]), kallaður ''il moro'' eða [[mári]]nn, var fyrsti [[hertogadæmið Flórens|hertoginn af Flórens]] frá [[1530]] til dauðadags.
 
Hann fæddist í [[Flórens]] og var samþykktur sem óskilgetinn sonur [[Lorenzo di Piero de' Medici]] [[hertogadæmið Úrbínó|hertoga af Úrbínó]] þótt ýmsir telji að hann hafi í raun verið launsonur Giulio de' Medici sem síðar varð [[Klemens 7.]] páfi. Talið er að móðir hans hafi verið þeldökk vinnukona Medici-fjölskyldunnar. Vegna þess hve hann var dökkur yfirlitum var hann kallaður ''il moro''. Þegar [[Karl 5. keisari]] rændi [[Róm]] árið [[1527]] gripu borgarbúar tækifærið og stofnuðu skammlíft [[Lýðveldið Flórens|lýðveldi]]. Medici-fjölskyldan flúði þá frá borginni. Klemens páfi samdi síðan um frið við keisarann og fékk hann til að koma Medici-fjölskyldunni aftur til valda í Flórens með hervaldi. Eftir [[umsátrið um Flórens]], sem stóð frá október 1529 til ágúst 1530, náði fjölskyldan aftur völdum og Klemens gerði hinn nítján ára gamla Alessando að [[hertogi|hertoga]]. Hann tók við völdum í borginni [[5. júlí]] [[1531]].
Lína 20:
[[Flokkur:Hertogar af Flórens]]
[[Flokkur:Flórens]]
{{fd|1510|1537}}