Munur á milli breytinga „Lögin úr söngleiknum Deleríum Búbónis“

m
m
Gamanleikurinn Delerium Búbonis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, var frumsýndur í Iðnó 21. janúar 1959 á vegum Leikfélags Reykjavíkur, undir stjórn Lárusar Pálssonar. Síðan hafa Reykvíkingar þyrpst á sýningarnar í Iðnó, og nú er leikurinn um það bil að slá þar öll met í aðsókn. Önnur leikfélög á landinu hafa einnig tekið Delerium Búbonis til sýninga t.d. á Akureyri og Húsavík og allsstaðar er það sama sagan: UPPSELT.
 
Delerium Búbonis fjallar í gamni (og alvöru) um vandamál kaupsýslunnar á Íslandi, eins og þau verða erfiðust viðfangs skömmu fyrir Jóljól á heimli Ægis Ó. Ægis forstjóra, en einnig koma við sögu ástin og listin í ýmsu formi. En vinsældir Delerium Búbónis munu kannski ekkl sízt að þakka söngvum Jóns Múla, sem hér koma nú í fyrsta sinn á hljómplötu fluttir af leikurum Leikfélags Reykjavíkur, Brynjólfi Jóhannessyni, Kristínu Önnu Þórarinsdóttur, Sigríði Hagalín, Karli Sigurðssyni, Steindóri Hjörleifssyni, o.fl., að ógleymdri hljómsveit Carls Billich, en Carl hefur raddsett lögin, einfaldlega og smekklega.
 
Íslenzkum tónum er það mikið ánægjuefni, að veitast tækifæri til að gefa yður kost á að heyra söngvana úr Delerium Búbónis, í þeirri mynd, sem þeir voru fyrst fluttir, á frumsýningunni í Iðnó fyrir rúmu ári.}}
2.154

breytingar