„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dvergarnir7 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
 
==Æviágrip==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið [[1724]] í [[Voghús (Selvogi)|Voghúsum]] í [[Selvogur|Selvogi]]. Hann ólst upp á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað]] í [[Steingrímsfjörður|Steingrímssfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] til fjórtán ára aldurs en þá lést faðir hans. Þá fékk hann vist við [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]]. Í [[Skálholt]]i nam hann í fimm vetur og í [[stúdent]]svottorði sínu fékk hann þá einkunn að vera siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í [[Latína|latínu]], [[Forngríska|grísku]] og [[guðfræði]].
 
Næstu árin var hann ritari sýslumanns og eftir það aðstoðarprestur í [[Sauðlaukdalur|Sauðlauksdal]]. Vorið [[1753]] varð hann svo prestur í Sauðlauksdal og varð [[prófastur]] árið [[1756]]. Það ár giftist hann einnig hann [[Rannveig Ólafsdóttir|Rannveigu Ólafsdóttur]]. Þau lifðu í Sauðlauksdal í nærri þrjátíu ár þangað til heilsu Björns fór að hraka. Þá sótti hann um rólegra embætti og fékk [[Setberg (Eyrarsveit)|Setberg]] í [[Eyrarsveit]] árið [[1782]]. Heilsa hans skánaði þó ekki við flutninginn og árið [[1785]] veiktist hann alvarlega og missti sjónina í kjölfarið.
Lína 16:
Moldin í Sauðlauksdal fékk lítinn frið meðan Björn bjó á staðnum enda var hann kappsamur garðyrkjumaður og gerði tilraunir með ýmsar [[jurt|jurtir]] sem aldrei höfðu sést á Íslandi áður. Fyrstu tilraunir voru á sviði [[korn|kornræktar]] og hóf Björn þær í kjölfarið af því að Danakonungur fyrirskipaði öllum íslenskum bændum að framkvæma slíkar tilraunir. Þessar tilraunir mistókust því miður allar og Björn sneri sér því að öðrum jurtum. Meðal þeirra var [[kál|kál]], [[næpa|næpur]], [[kartafla|kartöflur]] og fleira og fljótlega var Björn kominn með fjóra allstóra matjurtargarða í Sauðlauksdal.
 
Af þessu er hann frægastur fyrir [[kartafla|kartöflurækt]] sína enda var hann fyrsti Íslendingurinn sem tókst að ræktaræktaði kartöflur á [[Ísland|Íslandi]]. Strax árið 1758 pantaði hann nefninleganefnilega nokkrar kartöflur frá [[Kaupmannahöfn]]. Þessi farmur komst þó ekki á leiðarenda fyrr en í [[ágúst]] sumarið eftir og þá höfðu þá allaðallar kartöflurnar spírað á leiðinni. Þar sem liðið var á sumarið gróðursetti Björn þær einungis í potti og það bar þann árangur að í október fékk hann litla uppskeru með kartöflunum á stærð við piparkorn. Þessar kartöflur gróðursetti hann svo næsta sumar og fjórum vikum síðar gat hann státað sig að myndarlegri kartöfluuppskreu.
 
==Ritstörf==
Lína 47:
Eftir Björn liggur að auki eitt stórt rit sem er ekki á sviði búskap og garðyrkju. Það er bókin ''[[Lexicon Latino-Danicum]]'' sem er íslensk [[orðabók]] með latneskum þýðingum. Björn vann að ritinu í samfleytt fimmtán ár og árið [[1786]] sendi hann það til Kaupmannahafnar til prentunar. Það var þó ekki fyrr en [[1814]] sem ritið kom fyrst út en þá höfðu fleiri merkir menn endurbætt og aukið ritið.
 
Afkastamikið ljóðskáld var Björn ekki, en nokkur kvæði orti hann þó. Kvæðið ''Ævitíminn eyðist'' er merkast þeirra. Þar lýsir Björn þeirri skoðun sinni að jarðlífið sé einungis tímabundin gisting. Á meðan á gistingunni stendur eigi menn strita og leggja hart að sér svo afkomendurnir og næstu gestir jarðarinnar geti notið erfiðis forfeðranna.
 
{{fd|1724|1794}}