Munur á milli breytinga „Grikkland hið forna“

Upphaflega voru grísku borgríkin konungdæmi en mörg þeirra voru afar lítil og hugtakið „konungur“ (''[[basileus]]'') getur gefið villandi mynd af valdhöfunum. Völdin voru að verulegu leyti hjá fámennum hópum landeigenda, enda var ávallt skortur á og mikil eftirspurn eftir landi. Þessir landeigendur urðu að aðli sem barðist oft innbyrðis um jarðnæði. Um svipað leyti varð til stétt verslunarmanna (eins og ráða má af tilurð myntpeninga um [[680 f.Kr.]]). Í kjölfarið urðu stéttaátök tíð í stærri borgum. Frá [[650 f.Kr.]] varð aðallinn að berjast til að verða ekki velt úr sessi og til að missa ekki völdin til konunga (''tyrranos''; orðið getur þýtt konungur eða harðstjóri).
 
Á [[6. öld f.Kr.]] voru nokkur borgríki orðin ráðandi í Grikklandi: [[Aþena]], [[Sparta]], [[Kórinþa]] og [[Þeba (Grikklandi)|Þeba]].<ref>Sjá Kitto (1991), 79-109.</ref> Þau höfðu öll náð völdum yfir sveitunum í kringum sig og smærri borgum í nágrenni við sig. Aþena og Kórinþa voru orðin mikil sjóveldi og verslunarveldi að auki. Aþena og Sparta urðu keppinautar í stjórnmálum en metingur þeirra varði lengi og hafi mikil áhrif á grísk stjórnmál.
 
Í Spörtu hélt landeignaraðallinn völdum og völd þeirra voru treyst í stjórnarskrá [[Lýkúrgos frá Spörtu|Lýkúrgosar]] (um [[650 f.Kr.]]).<ref>Finley (1991), 40-41. Um sögu Spörtu, sjá Forrest (1968). Einnig Geir Þ. Þórarinsson, [http://visindavefur.hi.is/?id=6054 „Hvar var Sparta? Er einhver borg í dag sem hét áður Sparta?“]. ''Vísindavefurinn'' 10.7.2006. (Skoðað 10.12.2006).</ref> Sparta komst undir varanlega herstjórn með tveimur konungum. Sparta drottnaði yfir öðrum borgríkjum á [[Pelópsskagi|Pelópsskaga]], að [[Argos]] og [[Akkaja|Akkaju]] undanskildum.