„York“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 71 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q42462
Gessi (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Byggð
[[Mynd:York Minster close.jpg|thumb|200px|Dómkirkjan í York.]]
| Nafn = York
| Mynd = York (Aerial view).jpg
| Myndatexti = Dómkirkjan og nálæg hverfi í York
| Kort = York UK locator map.svg
| Myndatexti korts = York í Englandi
| Stofnuð = 71 e.Kr.
| Land = [[England]]
| Titill svæðis = Svæði
| Svæði = Yorkshire and the Humber
| Titill svæðis2 = Sýsla
| Svæði2 = [[Yorkshire]]
| Flatarmál = 271,94
| Ár mannfjölda = 2011
| Mannfjöldi = 197.800
| Þéttleiki byggðar = 687
| Titill sveitarstjóra = Borgarstjóri
| Sveitarstjóri = Keith Hyman
| Tímabelti = [[Staðartími Greenwich|GMT]]
| Vefsíða = www.york.gov.uk
|}}
'''York''' (stundum nefnd Jórvík á [[Íslenska|íslensku) er borg í [[Norður-Yorkshire]] í [[England]]i. Hún hefur lengst af tilveru sinnar verið höfuðborg, fyrst rómverska hluta Englands, en síðar konungsríkjanna Norðymbralands (engilsaxa), Jórvíkur (víkinga) og nú síðast Yorkshire. Mikil saga og menning einkenna borgina. Íbúar eru rétt tæplega 200 þús.
 
== Lega og lýsing ==
'''York''' (stundum nefnd '''Jórvík''' á íslensku) er [[borg]] í [[Norður-Yorkshire]] á [[England]]i á ármótum [[Ouse]] og [[Foss (á)|Foss]]. Jórvík var stofnuð árið [[71]] af [[Rómaveldi|Rómverjum]]. Eftir að [[Konungsríkið England]] var stofnað var York álitin höfuðborg Norður-Englands. Nú um mundir er York höfuðborg [[Yorkshire]]. Fólksfjöldinn er 137.505.
York liggur við samflæði ánna [[Ouse]] og Foss norðarlega í Englandi. Næstu stærri borgir eru [[Leeds]] til suðvesturs (35 km), [[Hull]] til suðausturs (50 km) og [[Sheffield]] til suðurs (70 km). [[Norðursjór]] er um 50 km til austurs og [[Pennínafjöll]] steinsnar til vesturs. [[London]] er í um 300 km til suðurs. Á tímum [[Rómaveldi|Rómverja]] var nágrenni borgarinnar mýrlent. Á seinni öldum eru flóð í ánni Ouse algeng, enda mikið flatlendi allt í kring. Því hafa varnargarðar verið settir upp meðfram ánni, ásamt lokum og göngum í ána Foss til að lágmarka flóð. Síðasta stórflóðið átti sér stað árið [[2000]] og kom borgin illa úr því.
 
== Orðsifjar ==
Helstu ferðamannastaðir í York eru [[Dómkirkjan í York]], [[Minjasafnið í Jórvíkurkastala]] og [[Járnbrautarminjasafn]]. Einnig er þar [[Háskólinn í York]], stofnaður árið [[1963]].
Á tímum Rómverja hét borgin Eboracum. Ekki hefur tekist svo öruggt sé að skýra heitið, enda upprunnið í keltnesku. Ekki er ólíklegt að það sé dregið af trjátegundinni [[Ýviður|ýviði]]. Það voru engilsaxar sem tóku heitið hljóðfræðilega upp og breyttu því í Eoforwic á 7. öld. Fyrri hluti heitisins merkir ''göltur''. Þegar Danir hertóku borgina [[866]] kölluðu þeir borgina Jórvík. Þannig er hún enn gjarnan kölluð á íslensku í dag. Heitið styttist hins vegar í ensku og kemur fram í ýmsum myndum, s.s. Yerk, Yourke, Yarke og loks York, en síðastnefnda heitið kom fyrst fram á [[13. öldin|13. öld]].
 
== Skjaldarmerki og fáni ==
[[Mynd: Flag of York.svg|thumb|Fáni York]]
Fáninn og [[skjaldarmerki]]ð sýna bæði Georgskrossinn, þ.e. rauður kross á hvítum grunni. Í rauða krossinum eru fimm gyllt ljón, en þau tákna hinn mikla stuðning borgarinnar við enska konunginn. Þannig var skjöldurinn óbreyttur allt til [[18. öldin|18. aldar]], en þá var þremur hlutum bætt við. Sverði og veldissprota sem liggja í kross bak við skjöldinn, og svo rauð húfa efst. Hlutir þessir eiga rætur að rekja til þess að [[Ríkharður 3.|Ríkharður III]] stofnaði til embættis borgarstjóra í York og gaf honum forláta sverð [[1387]] og húfu [[1393]]. Auk þess veitti hann borgarstjóranum leyfi til að eiga veldissprota.
 
== Saga York ==
 
=== Rómverjar ===
[[Mynd: Roman Fortifications in Museum Gardens York.jpg|thumb|Rómverskur varnarveggur. Grunnur virkisins er einnig frá tímum Rómverja, en samskeytin að síðari tíma hlutans sjást greinilega.]]
York var stofnuð af Rómverjum árið 71 e.Kr. og var í upphafi herstöð. Þeir reistu virki, en í herstöðinni bjuggu 6 þús manns. Virkið er horfið í dag, en grunnur þess og nokkrir útveggir finnast undir dómkirkjunni. Nokkrir keisarar komu við í York og dvöldu þar um hríð, s.s. [[Hadríanus]], [[Septimius Severus]] og [[Konstantíus Chloris]]. Septimíus Severus gerði York að höfuðborg skattlandsins Britannia Inferior. Konstantínus Chloris lést í borginni árið 306. Þegar í stað lýsti herdeildin í York son hans, [[Konstantín mikli|Konstantínus]] (síðar kallaður hinn mikli), sem hinn nýja keisara. Í kringum árið 400 yfirgáfu Rómverjar borgina, enda voru landfræðilegar aðstæður í kringum borgina orðnar erfiðar sökum flóða. Auk þess lágu pólitískar ástæður fyrir því að Rómverjar yfirgáfu svæðið.
 
=== Norðymbraland ===
Englar frá meginlandinu settust að á svæðinu eftir brotthvarf Rómverja á 5. öld. Fáar fornminjar finnast í borginni í dag sem staðfestir tilveru þeirra þar. Sumir fræðimenn trúa því að þeir hafi ekki sest að í borginni fyrr en síðar. Það var ekki fyrr en í upphafi 7. aldar að Edwin, englakonungur af Norðymbralandi, reyndi var að afstýra flóðum í ánni Ouse við York. Hann tók [[Kristin trú|kristni]] í York og skírðist árið [[627]]. Upp úr því settist hann að í York, sem þar með varð að höfuðborg englaríkisins Deira. Deira breyttist í konungsríkið [[Norðymbraland (konungsríki)|Norðymbraland]] við sameiningu við konungsríkið Bernicia og var York áfram höfðuborg nýja ríkisins. Á [[8. öldin|8. öld]] var biskupsdæmi stofnað í York og varð það að erkibiskupsdæmi [[735]]. Fyrsta dómkirkjan var reist, en hún hvarf fyrir nýrri kirkju sem í voru 30 ölturu. Einnig varð York að mistöð menntunar er skóli og bókasafn voru stofnuð síðla á 8. öld. Viðskipti efldust við aðra hluta Englands, en einnig við [[Frakkland]], [[Niðurlönd]] og Rínarlönd.
 
=== Danalög ===
[[Mynd: Eirik Blodøks with Gunhild, Egil Skallagrimsson standing.jpg|thumb|left|Egill Skallagrímsson stendur frammi fyrir Eirík blóðöxi og Gunnhildi drottningu]]
[[866]] ruddust [[víkingar]] inn í landið. Víkingaher undir stjórn Ívars og Hálfdans, sona [[Ragnar loðbrók|Ragnars loðbróks]], réðist á York [[1. nóvember]] það ár. Þar var konungslaust í bili, svo að þeir tóku borgina nær vandræðalaust. Tveir englaprinsar, sem höfðu verið að berjast um konungstignina, sameinuðu nú krafta sína og lögðu af stað gegn víkingum. Í orrustu [[21. mars]] [[867]] féllu prinsarnir, en víkingar styrktu stöðu sína. Þeir stofnuðu eigið ríki, kallað Jórvík (síðar [[Danalög]]), sem var að mestu leyti stjórnað frá York. Ríkið var þó ekki sérlega langlíft, því [[954]] náði Edred Englandskonungur að hrekja [[Eiríkur blóðöx|Eirík blóðöxi]] frá York og innlima Jórvík.
 
=== Síðmiðaldir ===
[[Mynd: York Shambles.jpg|thumb|Gamla húsaröðin við The Shambles reis á 14. öld]]
Þegar [[Vilhjálmur sigursæli]] tók England [[1066]], hófst mótmælaalda í ýmsum borgum í norðurhluta Englands, einnig í York. Næstu árin fór Vilhjálmur því í herferðir norður og lagði heilu byggðarlögin í rúst. Grimmdarverk þessi gengu í sögubækurnar sem Grimmdarverk norðursins (Harrying of the North). York kom einnig illa út úr því, en Vilhjálmur hafði skipað jarl til að stjórna þar fyrir sig, sem síðar gekk til liðs við uppreisnarmenn. Eftir grimmdarverkin setti Vilhjálmur normannajarl í York, Alain Le Roux, sem kom skikkan á hlutina í héraðinu. Hann lét reisa tvo nýja kastala í York, einn sitthvoru megin við Ouse. Jarlarnir þar voru handgengir Englandskonungi næstu áratugina. York varð að mikilvægri verslunarborg. Jarlarnir buðu [[Gyðingar|gyðinga]] velkoma þangað, enda klókir fjármálamenn. [[1190]] tók sig múgur manna saman í borginni og ofsóttu gyðinga grimmilega. Hinir síðarnefndu sóttu hæli í einum kastalanum. Múgurinn kveikti hins vegar í honum og brunnu þar allir gyðingar inni. Þeir fluttu aftur til York á næstu árum og voru ekki reknir endanlega burt fyrr en [[1290]] þegar öllum gyðingum í Englandi var gert að yfirgefa landið. York óx mikið á síðmiðöldum. Borgin hlaut varnarmúra og tugi nýrra kirkna. 12 þeirra standa enn í dag og eru 8 þeirra enn í notkun.
 
=== Borgarastríð ===
[[Mynd: Guy fawkes henry perronet briggs.jpg|thumb|Guy Fawkes handtekin í púðursamsærinu. Fawkes fæddist og ólst upp í York, en hann var einn fárra kaþólikka sem héldu messur í leyni.]]
Á tímum [[Hinrik 8.|Hinriks VIII]] á fyrri hluta [[16. öldin|16. aldar]] var [[kaþólska kirkjan]] bönnuð í landinu. Þá voru allar kaþólskar innréttingar lagðar niður í York. Öll klaustur voru lokuð og kirkjunum breytt í anglískar kirkjur. Þó náði lítill kaþólskur söfnuður að lifa að þessa tíma, en kaþólikkar hittust í laumi. Einn þeirra var [[Guy Fawkes]], sem síðar reyndi að sprengja upp þinghúsið í London [[1605]] í [[Púðursamsærið|púðursamsærinu]]. Eftir missætti [[Karl 1. Englandskonungur|Karls I]] og þingsins í London [[1642]], flutti Karl til York og stjórnaði ríkinu þaðan í hálft ár. York er því ein af fáum borgum sem skarta þann heiður að hafa verið höfuðborg Englands. Þegar enska borgarastríðið hófst á sama ári stóð York með konungi. Tveimur árum síðar birtist þingherinn undir stjórn Lord Fairfax og settist um borgina. Umsátið hófst [[22. apríl]] [[1644]] og stóð í rúma tvo mánuði. Þegar hjálparher á leið til York tapaði í orrustu á leiðinni (orrustan við Marsdon Moor), þótti sýnt að engin leið væri að bjarga borginni. Konungsinnar gáfust því upp og hófu að semja við herinn fyrir utan. Fairfax leyfði öllum hermönnum hliðhollir konungi að yfirgefa York í griðum [[16. júlí]]. Eftir það hertók Fairfax borgina og gerði þingið hann að landstjóra þar. Það má segja honum til hróss að honum tókst að hemja her sinn, sem framdi engin ódæðisverk í borginni. Fólk og kirkjur var látið í friði og brátt komst lífið í borginni aftur í vanagang. Innan við tveimur áratugum síðar var York orðin þriðja stærsta borgin í Englandi, á eftir London og [[Norwich]].
 
=== Nýrri tímar ===
[[Mynd:Kings Arms - geograph.org.uk - 266179.jpg|thumb|Flóð í ánni Ouse]]
York óx hægt næstu aldir. [[Iðnbyltingin]] náði ekki að hafa eins mikil áhrif á borgina eins og nágrannaborgirnar [[Sheffield]] og [[Leeds]], sem urðu að stórum iðnaðarborgum. Engin [[kol]] voru á nálægum svæðum. Áin Ouse grynnkaði og var ekki skipgeng, en borgin fékk [[járnbraut]]artengingu [[1839]]. Stærstu vinnuveitendur voru járnbrautarfélagið og súkkulaðiverksmiðjan Rowntree‘s Cocoa Works (sem síðar gekk upp í [[Nestlé]]). York var þó mikið menningarsetur og margir auðugir menn settust þar að. Mannfjöldatölur frá [[19. öldin|19. öld]] sýna að íbúafjölgun var ekki nema 10 þús manns að meðaltali hvern áratug. Hann var 30 þús [[1821]] og 90 þús [[1901]]. Borgin var ekki skotmark [[Þýskaland|Þjóðverja]] í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]], en varð þó fyrir hörðum loftárásum [[29. apríl]] [[1942]] sem hluti af herferð Þjóðverja sem kallast Baedeker Blitz. Bretar höfðu nokkru áður gert loftárásir á [[Lübeck]] og því ákváðu Þjóðverjar að eyðileggja nokkrar menningarborgir í Englandi til að hefna sín. Ásamt York urðu borgirnar [[Exeter]], [[Bath]], [[Norwich]] og [[Canterbury]] fyrir ásásum. Í York létust 92 manns. Miklar skemmdir urðu í miðborginni. Árið [[1963]] var háskóli stofnaður í borginni. Mikil flóð urðu í ánni Ouse árið [[2000]] en þá flæddi í 300 hús. Í dag einkennir mikil ferðamennska borgina. Hin sögulega miðborg var friðuð [[1968]], víkingasafnið opnaði [[1984]] og York var kjörin ferðamannaborg Evrópu fyrir [[2007]].
 
== Viðburðir ==
York Mystery Plays er alþýðuleiksýning sem haldin er utandyra á fjögurra ára fresti. Leikhátíð þessi var haldin í York frá [[14. öldin|14. öld]] til [[1570]] og svo endurvakin [[1951]]. Í sýningunni koma fram hin ýmsu handverksgild sem hafa verið í borginni í gegnum aldirnar. Oftast er sýningin sett upp í rústum Maríuklaustursins, en einnig er farið um götur borgarinnar á skrautvögnum. Leikarar á sýningunni er áhugafólk. Breska leikkonan [[Judy Dench]] tók þátt í leikunum þegar hún var stúlka.
 
== Íþróttir ==
[[Knattspyrna|Aðalknattspyrnufélag]] borgarinnar er [[York City]], sem leikur í neðri deildum. Stærsti árangur félagsins er sigur í bikarkeppni neðri deilda [[2012]] og úrslit í sömu keppni [[2009]]. Liðið státar sig einnig af því að hafa sigrað [[Manchester United]] 3-0 í deildarbikarleik [[1996]].
 
Í [[rúgbý]] eru fjögur lið frá York, þrjú áhugalið og eitt atvinnumannalið, York Wasps (eða vespurnar).
 
York Racecourse er heiti á veðreiðum í borginni, en þær eru með þeim bestu í norðurhluta Englands. Veðreiðarnar fóru fyrst fram [[1731]] og dregur að þúsundir manna hvaðanæfa að í dag. Ebor Festival heitir þriggja daga veðreiðahátíð sem fram fer árlega í [[ágúst]].
 
Í York fór meistarakeppnin í snóker fram [[2001]]/[[2002|02]], [[2006]]/[[2007|07]], [[2011]]/[[2012|12]] og [[2012]]/[[2013|13]].
 
== Vinabæir ==
York viðheldur vinabæjasamskiptum við eftirtaldar borgir:
 
{|
|-
| valign="top" |
* {{FRA}} [[Dijon]] í [[Frakkland]]i, síðan [[1953]]
* {{DEU}} [[Münster]] í [[Þýskalandi]], síðan [[1957]]
|}
 
== Frægustu börn borgarinnar ==
[[Mynd:Judi Dench at the BAFTAs 2007.jpg|thumb|Leikkonan Judy Dench er frá York]]
*([[1570]]) [[Guy Fawkes]], einn höfuðpauranna í púðursamsærinu
*([[1787]]) [[William Etty]], listmálari
*([[1858]]) [[Henry Scott Tuke]], listmálari
*([[1934]]) [[Judy Dench]], leikkona (M í [[James Bond]] myndunum)
*([[1942]]) [[David Bradley]], leikari (Argus Filch í [[Harry Potter]] myndunum)
*([[1964]]) [[Mark Addy]], leikari
 
== Söfn ==
Nokkur þekkt söfn eru í York. Meðal þeirra eru:
*Víkingasafnið Jorvik Viking Centre
*Kaþólska safnið Bar Convent, en klaustrið starfaði í leyni á 16. og 17. öld
*Grasagarðurinn York Museum Gardens
*Járnbrautasafnið National Railway Museum
*Listasafnið York Art Gallery
*Dýflissusafnið York Dungeon
*Sögusafnið Yorkshire Museum
*Flugsafnið Yorkshire Air Museum
 
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd: YorkMinsterWest.jpg|thumb|Dómkirkjan í York]]
*[[Dómkirkjan í York]] er næststærsta gotneska dómkirkjan [[Evrópa|Evrópu]] (á eftir [[Dómkirkjan í Köln|dómkirkjunni í Köln]]). Elstu hlutar hennar eru frá 8. öld, en núverandi kirkja var vígð [[1472]]. Í kirkjunni eru stærstu kirkjugluggar Englands, en þeir eru allt að 15 metra háir og heita Systurnar fimm.
*York Castle er kastalavirki borgarinnar. Það var reist 1068 af Vilhjálmi sigursæla eftir sigurinn í [[Orrustan við Hastings|orrustunni við Hastings]] og notað af ýmsum konungum Englands allt til [[1684]], en þá varð sprenging í skotfærageymslu virkisins sem eyðilagði nær allt innviðið. [[1935]] voru nær allar rústir kastalans rifnar, en Clifford‘s Tower fékk að standa. Það er í dag eini vitnisburður um kastalann mikla.
*[[Micklegate Bar]] er helst þeirra borgarhliða gömlu borgarmúranna sem enn stendur. Það var reist á víkingatímanum og merkir Micklegate ''miklagata'' á fornnorsku (og íslensku). Það var til siðs að konungar notuðu þetta hlið til að fara inn í borgina. Þegar [[Ríkharður 3.|Ríkharður III]] reið inn [[1388]], snerti hann ríkissverðið og síðan hafa allir konungar gert slíkt hið sama þegar þeir riðu um hliðið. Á þessum tímum var einnig til siðs að höggva höfuðið af óvinum eða svikurum og hafa til sýnis í hliðinu. Í dag er hliðið safn.
*[[Maríuklaustrið í York|Maríuklaustrið]] var stofnað [[1055]] og helgað heilögum Ólafi. [[Vilhjálmur 2. Englandskonungur|Vilhjálmur II]] endurstofnaði klaustrið [[1088]] og lagði sjálfur grunnsteininn að klausturkirkjunni sem í dag er horfin. [[1271]]-[[1294|94]] var klaustrið endurgert og vígt [[María mey|heilagri Maríu]]. Það var stærsta og ríkasta klaustrið í norðurhluta Englands. Hinrik VIII lagði niður öll klaustur, einnig þetta, og síðan hefur það staðið autt og grotnað niður. Klaustrið er gjarnan notað fyrir alþýðuleiksýninguna York Mystery Plays.
 
<gallery>
Mynd: Clifford's Tower, from south.JPG|Clifford's Tower er eini hlutinn sem eftir stendur af kastalanum mikla
Mynd: Micklegate Bar.jpg|Borgarhliðið Micklegate Bar
Mynd: St Marys Abbey Church York.jpg|Rústir Maríukirkjunnar
Mynd: Pope's Head Alley - 2007-04-14.jpg|Stígurinn Pope‘s Head Alley er aðeins 79 cm breiður
</gallery>
 
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=en|titill=York|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2013}}
{{Commons}}
 
{{Borgir á Bretlandi}}
{{stubbur|England}}
{{S|71}}