„Skálholt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Teskeiðin (spjall | framlög)
Teskeiðin (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 39:
Árið 2001 stofnaði Alþingi Kristnihátíðarsjóð veitti hann meðal annars fé til nýrra fornleifarannsókna í Skálholti, umfangsmikils uppgraftar 2002-2007, sem var samstarfsverkefni Skálholtsstaðar, Fornleifastofnunar Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Háskólans í Árósum, Háskólans í Stirling og Háskólans í Bradford.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|titill=Saga Biskupsstólanna. Fornleifar og rannsóknir í Skálholti|ár=2006|útgefandi=Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar|bls=682}}</ref> Verkefnisstjórn skipuðu Orri Vésteinsson, Mjöll Snæsdóttir og Gavin Lucas, fornleifafræðingar hjá Fornleifastofnun. [http://www.mbl.is/greinasafn/grein/674404/]
Rannsóknin beindist einkum að kjarna staðarhúsa eins og þau voru á 17. og 18. öld, híbýlum biskupa og skylduliðs þeirra, bókaskemmu og skrifstofum, göngum og eldhúsi auk skólabygginganna. Sjálf húsasamstæðan á bæjarstæðinu er þó stærri og í þessu verkefni urðu útundan ýmis útihús, skemmur og skepnuhús, prenthús og margt fleira.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson|titill=Saga Biskupsstólanna. Fornleifar og rannsóknir í Skálholti|ár=2006|útgefandi=Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar|bls=696}}</ref> Segja má að flókin og margbrotin saga staðarhúsanna í Skálholti sé meðal þess áhugaverðasta í þessari rannsókn. Fornleifarannsóknin staðfestir í meginatriðum að hinir varðveittu uppdrættir eru að miklu leyti traustir en þó takmarka þeir að sumu leyti sýn okkar. Hvorki uppdrættirnir né varðveittar úttektarlýsingar sýna allar þær fjölmörgu, smáu og stóru breytingar sem orðið hafa á staðarhúsunum. Ýmiss konar breytingar á húsum hafa verið ákaflega algengar.
Merkilegt var að sjá vaxandi skiptingu milli vestari og eystri hluta innhúsanna. Á 17. öld virðist hafa verið auðvelt að komast á milli skóla og biskupsherbergja, bókaskemmu og annarra herbergja, margir gangar tengdu þessar vistarverur saman. Á 18. öld virðist þessum göngum smátt og smátt hafa verið lokað. Ef til vill er það breytt samband biskups og skóla sem setur mark sitt á húsaskipan. Við túlkun Skálholtsminja reynir á að lesa saman mismunandi heimildir, uppgrafnar rústir, fundna gripi, skrifaðar úttektir og uppdrætti. Uppdrættirnir tveir sem varðveittir eru frá 18. öld koma að miklu gagni við að átta sig á notkun húsa. Þó verður að hafa í huga að notkun húsa getur breyst og uppdrættirnir lýsa aðeins ákveðnum tíma. Það er að sumu leyti annar vandi í því falinn að túlka minjar sem aðrar heimildir eru til um en sá vandi sem það getur verið að túlka uppgrafnar minjar eingöngu. Reyndar er það svo að hver sem túlkar minjar styðst alltaf við eitthvað fleira en minjar þær sem grafnar eru úr jörðu. Ekkert gerist í tómarúmi og slíkar minjar eru alltaf bornar saman við aðrar minjar[http://%20http://www.thjodminjasafn.is/endurfundir/skalholt/itarefni/nr/2615].
 
Fornleifavernd ríkisins veitti [http://www.fornleifavernd.is/index.php/en/upplysingar/k2/leyfi/33-fornleifarannsoknir-2007 leyfi] til framhaldsrannsókna á biskupssetri. Ábyrgðaraðili er Mjöll Snæsdóttir, Fornleifastofnun Íslands ses.