„Suðursjávarbólan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
=== Upphaf og saga ===
 
Suðursjávarkompaníið var stofnað árið [[1711]] með því yfirlýsta markmiði að stunda viðskipti við nýlendur [[Spánverjar|Spánverja]] í [[Ameríka|Ameríku]]. Almenningur hafði heyrt af þeim miklu gull- og silfurnámum í bæði [[Perú]] og [[Mexíkó|Mexíko]] og töldu að viðskiptin myndu borga sig hundraðfallt um leið og Breskir framleiðendur kæmust í námurnar og að Bretar gætu einnig grætt á viðskiptum með klæðnað úr flísi og ull. Viðræður að samningum voru settar á fót en niðurstaðan varð sú að samningar voru gerðir um viðskipti með þræla og eitt flutningaskip á ári. Í raunveruleikanum var aðalmarkmið fyrirtækisins að stuðla að fjármögnun breskra ríkisskulda en ekki eiga viðskipti við útlönd.
Eftir stríð [[Bretar|Breta]] og [[Frakkland|Frakka]] stóðu Bretar í talsverðri skuld og horfðu Bretar til lausna Frakka í því sambandi þar sem John Law nokkur hafði komið af stað enduskipulagningu franska fjármálakerfisins með því að breyta ríkisskuldum í hlutabréf í Mississippi félaginu. Eftir að hafa horft upp á velgengni Mississippi félagsins ákváðu Bretar að koma af stað samskonar áætlun til þess að endufjármagna skuldir sínar og fór af stað einskonar kapphlaup landanna á milli.
Gegn því að kaupa skuldir Breta og breyta í hlutafé fékk Suðursjávarfélagið einkaleyfi fyrir viðskiptunum góðu við nýlendur Spánverja. Þessi samningur kom sér einkar vel fyrir báða aðila þar sem ríkið græddigreiddi lægri vexti og flóknum skuldabréfum þeirra var breytt í einsleitari og meðfærilegri verðbréf. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem slíkt var gert en bæði höfðu [[Englandsbanki]] og Austur-Indíafélagið gert slíkt hið sama.
Suðursjávarfélagið tók yfir bæði skuldir tengdar Spænsku erfðastríðunum þegar það var stofnað og árið [[1719]] skiptu þeir á 1,048,111 pundapundum fyrir hlutbréf. Ríkisskuldir Breta lækkuðu í kjölfarið umtalsvert, fyrrum lánadrottnar sáu verð bréfa sinna hækka og Suðursjávarfélagið kom út í töluverðum gróða.
seinnaSeinna eða árið 1719 tók það yfir skuldabréf tengd stríði Ágsburgar-bandalagsins gegn Frökkum .
Auk þess að taka yfir skuldir fyrir 31 milljón pund frá Breska ríkinu mútaði félagið þingmönnum og öðrum stjórnmálamönnum kóngsins sem svaraði 1,3 milljónum punda. <ref> Magnús Sveinn Helgason. (2007, 26. október). Suðursjávarblaðran: Hlutabréfaæði gekk yfir England og hlutabréfaviðskipti urðu helsta umræðuefni fólks ''Viðskiptablaðið'', bls. 23. </ref>
Árið [[1720]] var verð hlutabréfanna um 120 fyrir hvert 100 pund og fréttir breiddust út af yfirtöku ríkisskulda fyrir 31 milljón punda. Verð bréfanna tók að hækka og félagið mútaði þingmönnum fyrir stuðning þeirra en alls námu múturnar 1,3 milljónum sem fyrirtækið fjármagnaði með útgáfu nýs hlutafés .
[[Mynd:Annuities advance notice printed form by the South Sea Company 30 April 1730.jpg|thumbnail|vinstri|Samningur um peningagreiðslu frá Suðursjávarfélaginu]]
Orðspor félagsins óx og starfsmenn þess ýktu velgengni fyritækisins í augum fjárfesta og slóu ryki í augun á þeim með ríkulegum skrifstofum og íburði. Það komst í tísku að að eiga hlut í Suðursjávarkompaníinu og fjárfestar flykktust að. Félagið bauð reglulega út nýtt hlutafé og reyndi að fækka bréfum á eftirmarkaði á þann máta að afhenda kaupendum ekki bréfin samstundis, í kjölfarið urðu [[Framvirkur samningur|framvirkir samningar]] á bréf Suðursjávarfélagsins vinsælir. Þessar vinsældir og gríðarleg sala á hlutabréfum á suðursjávarfélaginu náðist án þess að félagið sýndi nokkurn tímann upp á einhvern raunverulegann alvöru rekstur. Til að ná að borga út arð þurfti suðursjávarfélagið stöðugt að fá meira hlutafé og þurfti einnig á því að halda að verð á hlutabréfum þess færi stöðugt upp á við. Í rauninni virkaði félagið eins og það sem er þekkt í dag sem ponzi svikamylla. Þær einkennast af því að fjárfestum er greidd ávöxtun með þeirra eigin fé frekar heldur en að fé þeirra sé notað í fjárfestingar sem skili svo arði sem hægt er að deila út til fjárfesta. Einn af þeim sem lét glepjast og keypti hlut í Suðursjávarfélaginu var vísindamaðurinn [[Isaac Newton]]. Hann ákvað að selja hlut sinn snemma í bólunni með gróða upp á 7000 pund vegna efasemda, snérist honum hugur og keypti stærri hlut seinna í bólunni og endaði á að tapa 20.000 pundum sem var umtalsverð fjárhæð á þessum tíma. Fræg ummæli voru tekin frá honum í tenglsum við bóluna þar sem hann mælti svo; „Ég get reiknað út hreyfingar stjarnanna en ekki brjálæði mannanna“.
Lína 22:
Allur [[Hlutabréfamarkaður|hlutabréfamarkaðurinn]] hrundi í kjölfarið, verðmæti [[Verðbréf|bréfa]] hríðféll, ekki bara í hinum bólufyrirtækjunum eins og stjórnendur suðursjávarfélagsins höfðu vonast til heldur einnig í þeirra eigin félagi. Leiddi þetta til fjölda [[gjaldþrot|gjaldþrota]] fólks í Englandi og var reiði fólks út gagnvart stjórnendum Suðursjávarfélagsins eins og gefur að skilja mjög mikil.
 
Afleiðingar í kjölfar þessarar bólu voru meðal annars þær að hlutabréfaformið var nærri því gert útlægt í Bretlandi í heila öld. Þetta varð hins vegar einnig til þess að regluverkinu í kringum slík viðskipti var breytt til hins betra í Bretlandi, sem varð þess valdandi að Bretar komu þegar lengra leið frá því að bólan sprakk, jafnvel betur settir en þeir hefðu verið . Annað en til að mynda Frakkar sem fóru mjög illa út úr mississippiMississippi bólunni .
 
== Heimildir ==