„Háfrónska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Eyðingartillaga
Fjarlægði óviðeigandi myndir
Lína 2:
{{Heimildir}}
{{hlutleysi|Greinin ber keim af [[hégómagrein]] og er líklega að mestu samin af stofnanda og helsta iðkanda s.k. háfrónsku.}}
[[Mynd:thorshamri.jpg|250px|thumb|Áróðursmynd með "brynfjöregginu".]]
'''Háfrónska''' (einnig þekkt sem '''háíslenska''') er afrakstur vinnu [[Belgía|Belgans]] ''Jozefs Braekmans'' ([[1. maí]] [[1965]]) og nokkurra Íslendinga, og er ætlað að vera endurbætt útgáfa af [[íslenska|íslensku]] sem er laus við öll [[tökuorð]]. Orðasafn með nýyrðum, sem Braekmans og félagar hans hafa smíðað er aðgengilegt á heimasíðu þeirra „Miðstöð háfrónska tungumálsins“. Háfrónska dregur nafn sitt af [[hánorska|hánorsku]] (høgnorsk).
 
==Einstaklingsverkefni==
Síðan [[1992]] hefur Braekmans smíðað innlend [[jafnheiti]] fyrir þau tökuorð sem ekki höfðu hrein [[samheiti]]. Árið [[2005]] stofnaði hann „Miðstöð háfrónska tungumálsins“ vegna þess að hann var hræddur um að ekkert af nýyrðum hans hlyti góðar viðtökur hjá almenningi ákvað hann að búa til táknrænt athvarf fyrir þau. Fram að því hafði hann sent nokkuð margar tilkynningar um nýyrðasmíð sína inn á fréttahópinn is.islenska á [[Usenet]]. Hegðun Braekmans í fréttahópi is.islenska vakti andúð hjá mörgum Íslendingum og sökum þess ákvað hann að afhenda ævistarf sitt í hendur [[Pétur Þorsteinsson|Pétri Þorsteinssyni]] safnaðarpresti [[Óháði söfnuðurinn|Óháða safnaðarins]]. Pétur er nú forseti háfrónsku málhreyfingarinnar. Tungumálið hefur ekki opinbera stöðu á Íslandi.
[[Mynd:nyyrdhaskald555.jpg|thumb|left|Nýyrðaskáld með einkennishúfuna sína]]
 
==Málgjörhreinsun==
Áherslan í háfrónsku er málgjörhreinsun, sem er ofstækisfyllsta mynd málhreinsunarinnar. Aftur er þetta einstaklingsbundið heiti sem þýðir að allt sem hægt er að tjá með mannlegum hljóðum er markmið hreintungusinna, jafnvel landaheiti, mannanöfn og efnaheiti. Samkvæmt Braekmans voru fyrstu merki málgjörheinsunarinnar frá nítjándu öldinni þegar [[Fjölnismenn]] rituðu [[Skírnir - Tímarit Hins íslenzka Bókmenntafélags|Skírni]]. Dæmi eru staðarheiti eins og Sigurborg (Cairo) og Góðviðra (Buenos Aires) og mannanöfn eins og Hróbjartur Píll (Robert Peel) og Jón Hrísill (John Russell). Gagnstætt núverandi íslenskri [[málstefna|málstefnu]], vilja háfrónverjar útrýma jafnvel þeim [[latína|latnesku]] og [[þýska|þýsku]] tökuorðum sem voru til í [[gullaldaríslenska|gullaldaríslensku]].