„Simon Marius“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Simon Marius''' ([[20. janúar]] [[1573]] – [[26. desember]] [[1624]]) var [[Þýskaland|þýskur]] [[stjörnufræði]]ngur. Hann fæddist í [[Gunzenhausen]] nálægt [[Nürnberg]] en varði meiri hluta ævi sinnar í [[Ansbach]].
 
Marius gaf út verkið ''Mundus Iovialis'' árið [[1614]] þar sem hann lýsti [[reikistjarna|reikistjörnunni]] [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]] og [[tungl Júpíters|tunglum hans]]. Þar hélt hann því fram að hann hefði uppgötvað fjögur stærstu tungl reikistjörnunnar nokkrum dögum á undan [[Galíleó Galílei]]. Í deilum stjörnufræðinganna um fundinn sýndi Galíleó þó fram á að Marius gat aðeins sýnt frambent á eina athugun sem átti sér stað jafn snemma og athuganir Galíleó og sú passaði við teikningu Galíleó af afstöðu tunglanna frá þeim sama degi sem birtGalíleó hafði veriðbirt [[1610]]. Talið er mögulegt að Marius hafi uppgötvað tunglin á eigin spýtur en þó einhverjum dögum á eftir Galíleó.
 
Tunglin fjögur urðu þekkt sem [[Galíleótunglin]] en nöfn þeirra sem á endanum náðu mestri útbreiðslu eru frá Marius komin. Hann lagði til nöfnin [[Íó (tungl)|Íó]], [[Evrópa (tungl)|Evrópa]], [[Ganýmedes (tungl)|Ganýmedes]] og [[Kallistó (tungl)|Kallistó]] í höfuðið á elskendum [[Seifur|Seifs]] sem var [[Grísk goðafræði|grísk]] fyrirmynd [[Rómversk goðafræði|rómverska]] guðsins [[Júpíter (guð)|Júpíters]].