„Morfís“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
 
===Dómblað og stigagjöf===
Hver um sig gefa dómararnir öllum ræðumönnum (frummælanda, meðmælanda og stuðningsmanni) einkunn frá 1-10 fyrir hvora ræðu í fjórum liðum. Oddadómari gefur, einn dómara, þessi refsistig á sínu dómblaði og tilkynnir oft um fjölda refsistiga keppninnar í oddadómararæðu sinni. Venjulega eru heildarstig í Morfískeppni á bilinu 2000-3000 (3 dómarar * sex ræður * 4 liðir * einkunn á bilinu 1-10) en munur milli liða er allt frá örfáum stigum til nokkurra hundraða (stærsti munur Morfíssögunar var rúmlega 900 stig þar sem MR sigraði ME árið 2005) svo misjafnt er hvort refsistig breyta úrslitum keppna. Frægt dæmi eru úrslit Morfís árið 2004 þegar lið Verzlunarskóla Íslands vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð með einu stigi. Dæmdur munur var 3 stig, MH í hag, en einn ræðumaður MH ([[Dóri DNA]]) talaði sex sekúndum yfir tíma meðan ræðumenn Verzlunarskólans töluðu aðeins tveimur sekúndum yfir tíma.
 
Tveir tímaverðir, einn frá hvorum skóla, starfa við keppnina til að taka tíma ræðumanna og tilkynnir fundarstjóri tíma hvers ræðumanns eftir að dómarar hafa lokið við að dæma hann.